Reykjavíkurborg styrkti?

Mikið er nú ánægjulegt að Reykjavíkurborg hafi "styrkt" stúkugerð í mínu gamla hverfi, Árbænum, um næstum því 100 milljónir. 

Auðvitað styrkti Reykjavíkurborg samt ekkert. Borgin tók fé með valdi frá útsvarsgreiðendum og borgaði fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun á borgarfulltrúum.

Hið ánægjulega er söfnun íbúanna í hverfinu fyrir stúkunni. Hún er til fyrirmyndar. Hitt - ránið hjá hinu opinbera sem var notað til að fjármagna óbeina auglýsingaherferð borgarfulltrúa á sjálfum sér - er verra.  

Ætli lægra útsvar í svona lagað hefði stuðlað að enn meiri velgengni í hinni frjálsu fjármögnun? Við komumst sennilega aldrei af því. Það er líka galdurinn: Það sem hið opinbera fjármagnar með ráni er sýnilegt og oft tilkomumikið. Hitt, sem aldrei leit dagsins ljós vegna ránsins, er engum sýnilegt.  


mbl.is Söfnuðu fyrir nýrri stúku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ameríski rauði krossinn var andsnúinn því að FDR myndi nota fjármuni hins opinbera til að hjálpa þurfalingum í upphafi kreppunnar miklu. Var það vegna þess að rauði krossinn var illa innrættur og vildi sitja einn að því að hjálpa?

Nei, þar áttuðu menn sig á því að ef leið FDR yrði farin, sem síðan varð, myndu frjáls framlög einstaklinga minnka. Viti menn, FDR fór að nota fjármuni hins opinbera í hjálpa þurfalingum og eins og spáð hafði verið drógust frjáls framlög til handa þurfalingum saman.

Hver er vandinn? Í fyrsta lagi dregur þetta úr persónulegri ábyrgð fólks. Í annan stað er verið að nota annarra manna fé (skattfé) í nokkuð sem gagnast aðallega stjórnmálamönnum.

En höfum ekki áhyggjur, opinberi geirinn á Vesturlöndum mun hrynja með miklum hvelli innan nokkurra ára. Nú eru menn að prófa sig áfram með neikvæða vexti. Sú tilraun mun auðvitað enda illa. Svo prófa menn eitthvað annað en að því kemur að keynsistarnir verða búnir með allar sínar töfralausnir og þá verður napur efnahagslegur veruleikinn ekki flúinn lengur.

Ekki myndi ég vilja vera upp á hið opinbera kominn þegar sú stund rennur upp :-(

Helgi (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 06:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi og takk fyrir athugasemdina.

Ekki nóg með að "ríkið sér um okkur"-hugarfarið dragi úr ábyrgðartilfinningu og deyfi allan vilja og alla getu einstaklinga til að gefa til annarra þá verður aukin þyngd hins opinbera til þess að erfiðara verður fyrir alla að bæta hag sinn. Þurfalingar á kerfinu komast ekki úr erfiðleikunum, því kerfið er svo þungt vegna þess að það sér um að framfleyta þurfalingum. Ef framfærsla hins opinbera hættir er hið opinbera oft seint að lækka skattana og fjarlægja hindranirnar. Þurfalingarnir sitja því eftir án framfærslu en án þess að þeim og öðrum hafi verið gert auðveldara fyrir að bjarga sér á eigin spýtur.

Þess vegna er hver einasta útgjaldahugmynd í ríkisrekstrinum slæm. Hún gerir þennan vítahring enn erfiðari.

Við munum öll sökkva með hinu opinbera skipi því það dregur allt með sér. Helsta vonin er hinn svarti markaður - sá hinn sami og hélt lífinu í milljónum manna í Sovétríkjunum í áratugi.

Geir Ágústsson, 11.6.2014 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband