Seljið söfnin

Spurning: Hvernig er best að varðveita dýrmæt listaverk eða forngripi til langrar framtíðar? 

Svar: Með því að selja þau til einkaaðila.

Sá sem á passar betur upp á hlutina en sá sem sér um. Maður sem kaupir dýrt listaverk gerir það sem hann getur til að passa að það rýrni ekki í verðgildi. Frímerkjasafnarar eru gott dæmi um það. Sá sem fær að blaða í bók frímerkjasafnara finnur augnaráð eigandans brennimerkja sig á meðan á flettingu stendur. Samræður eiga sér varla stað á meðan, enda eigandinn svo hræddur um að sá sem skoðar fari að káfa og rugla röðinni á frímerkjunum.

Engin ástæða er til að gera varðveislu verðmæta að pólitísku þrætuepli. Betra er að koma verðmætum í hendur eigenda - einkaaðila sem hafa persónulegan hag af varðveislu. Hvort þeir bjóði upp á að verðmætin séu til sýnis og skoðuð af ferðamönnum eða er önnur saga. Að hafa hluti til sýnis er oft slæmt með tilliti til varðveislu. Besta loftslagið fyrir gamalt málverk er ekki endilega besta loftslagið fyrir ferðmenn í stuttbuxum.

Ætli einhver stingi upp á því innan ítalska ríkisvaldsins að selja öll verðmæti sem liggja nú undir skemmdum? Eru pólitísk umsvif og yfirráð e.t.v. mikilvægari en varðveislan sem er notuð sem rök fyrir pólitísku umsvifunum og yfirráðunum?  


mbl.is Listaverk í hættu vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Með hvaða hætti nýtur samfélagið ómetanlegra listaverka og menningarverðmæta, ef þau eru lokuð inni þar sem enginn sér þau?

Skeggi Skaftason, 12.5.2014 kl. 10:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Skeggi,

Frétt Mbl segir frá því að í söfnum á Ítalíu séu listaverk að grotna niður en um leið að þau séu mjög aðgengileg. Eru það betri skipti?

Er víst að einkaaðilar læsi alltaf dyrum að söfnum sínum? Óteljandi einkasöfn eru til þótt hefðin sé sú að ríkisstjórn sem rænir menningarverðmætum úr framandi löndum hafi einkarétt á að sýna þau og geri það gjarnan til að minnast gamalla stórveldistíma sinna.

Að ríkisvaldið hafi á sínum snærum hjörð af allskyns spekingum í að halda við listaverkum er arfleifð frá gömlum tímum þegar aðalsættir héldu almenningi í bændaánauð og höfðu einkarétt á að njóta lista.

Geir Ágústsson, 12.5.2014 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband