Allar ákvarðanir um flugvöllinn eru handahófskenndar

Í Reykjavík stendur flugvöllur á opinberu landi. Á honum starfa ýmis fyrirtæki og sum njóta ríkisstyrkja en önnur ekki. Væri landið autt væri verð á því ákveðið af handahófi af opinberum aðilum. Væri rekstur flugvalla á Íslandi án ríkisafskipta gætu þeir miðað þörfina fyrir þjónustu sína og verðlag á henni við markaðsaðstæður. 

Þegar ríkisvaldið er svona umsvifamikið og markaðskerfið svona fjarverandi og raun ber vitni verða allar ákvarðanir handahófskenndar. Þær geta ekki miðast við frjálsa aðlögun á framboð og eftirspurn í gegnum óhindraða verðmyndun.

Fyrir forvitna bendi ég á þetta lesefni fyrir aðeins ítarlegri skýringu á handahófseðli hagstjórnar í sósíalísku hagkerfi.  

Ef hið opinbera vill að í Reykjavík sé starfræktur flugvöllur á besta stað í borginni þá verður það svo. Ef hið opinbera vill eitthvað annað þá verður það svo. Blekkingar um "íbúakosningar" og annað getur fólk alveg leitt hjá sér. 


mbl.is 71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband