Er þetta stefnan, eða óviljandi?

Íslendingar halda áfram að flýja Ísland en erlendir ríkisborgarar halda áfram að streyma til landsins. Hvað veldur? 

Ef marka má tungutak íslenskra stjórnmálamanna þá er þetta varla ætlun þeirra.

En látum okkur sjá: Á Íslandi eru skattar búnir að hækka mjög mikið. Vel menntað og reynslumikið fólk sem hefur tök á því að flýja land gerir það. Þetta veikir vitaskuld "skattstofn" ríkisvaldsins. Fjármálaráðherra hlýtur að vera með óráði þegar hann segir að vandamál ríkissjóðs sé ekki útgjaldahliðin heldur tekjuhliðin. Ríkisvaldið hefur haldið stærð sinni í grófum dráttum síðan fyrir hrun. Hvernig veit ég það? Því ríkissjóður er rekinn með halla. Það sem vantar er ekki niðurskurður heldur uppskurður (eins og hér er bent á). 

Hvað um það. Skattar eru himinháir og það flæmir Íslendingana úr landi. Hið opinbera er áfram stórt, með öllum sínum niðurgreiðslum, styrkjum, bótum og "úrræðum", auk þess sem láglaunastörfum (fiskvinnsla, ferðaþjónusta) fjölgar. Það hlýtur að draga að útlendinga - bæði duglega og vinnusama, en einnig þá sem vilja leggjast á spenann.

Ef Ísland á að vera land verðmætasköpunar vegna vinnu duglegs fólks (bæði Íslendinga og útlendinga) þarf margt að breytast. Ríkisvaldið þarf að minnka mikið og svigrúmið sem það skilur eftir sig þarf að fyllast af blómstrandi einkaframtaki. 


mbl.is Þúsundir flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Góð skrif og rétt. 

Þegar sagt er að ísland sé "skárra" en sum löndin í kring er gjarnan litið fram hjá greiðslum í lífeyrissjóð.  Hér koma extra 12% ofan á útsvar og tekjuskatt.  

Séu greiðslur í lífeyrissjóð flokkaðar sem tekjuskattur (sem þær vissulega eru, miðað við þær skerðingarreglur sem gilda) erum við íslendingar með skattpíndustu þjóðum.

Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 08:09

2 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Þegar hinir "nýju" Íslendingar uppgötva verðtrygginguna og hvernig skilmálum bankastofnana til lána er háttað þá munu þeir líka flýja land.

Stefán Þ Ingólfsson, 29.4.2014 kl. 09:57

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

meira en 1/3 af þessum nýju eru pólverjar. Gaurar sem eru vanir *miklu* verri launum, og eru ekkert að hafa fyrir hlutum eins og tilskildum leyfum.

Megnið af hinum eru sennilega af sama sauðahúsi, nema frá öðrum löndum.

Niðurstaðan verður lággæða frmaleiðzla & þjónusta.

Og ef það er það sem einhver stefnir að viljandi, er sá hinn sami mesta fífl. Sem er sennilega málið...

Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2014 kl. 19:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ég bý í Danmörku og þekki nokkra Pólverja og auðvitað nokkra Íslendinga og ég sé ekki að á þessum tveimur hópum sé stór munur. Ef eitthvað þá eru Íslendingarnir miklu duglegri að finna matarholur í kerfinu á meðan Pólverjarnir vinna vaktavinnu og annað sem þarf til að lifa af.

Það væri samt gaman að sjá samanburð á Íslendingum og Pólverjum á íslenskum vinnumarkaði, t.d. hlutfall í báðum hópum í vinnu og hlutfall á opinberri framfærslu. Ég þori ekki að giska á niðurstöður slíkrar könnunar en kannski kæmu þær á óvart.

Á meðan velferðarkerfið býður betri kjör en vinna (100 þús á mánuði m.v. 0 tíma vinnu vs. 100 þús á mánuði m.v. 160 tíma vinnu í mánuði) þá mun það laða að sér fólk sem þyrfti annars að finna sér vinnu. Á meðan íslensk verkalýðsfélög semja um "lágmarkslaun" með stuðningi hins opinbera þá munu vinnusamir einstaklingar sem hafa e.t.v. litla þjálfun lenda á bótaskrá. Ríkisvaldið er hér hinn stóri blóraböggull.

Geir Ágústsson, 30.4.2014 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband