Sagan endurtekur sig

Í fróđlegri bók, Back Door to War: The Roosevelt Foreign Policy 1933-1941, er fjallađ um ađdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Í henni kemur margt fram sem ekki er kennt í skólum. Roosevelt sagđi til dćmis:

... the question is how we should maneuver them [the Japanese] into the position of firing the first shot without allowing too much danger to ourselves.

Í bókinni koma fram vangaveltur um ţađ hvers vegna hermenn á Hawaii voru ekki varađir viđ ţegar japanski flotinn var nćstum ţví alveg örugglega ađ nálgast eyjurnar. Var ţađ viljandi svo ađ Japanir gćtu valdiđ nćgjanlegum skađa til ađ réttlćta stríđsyfirlýsingu? 

Í bókinni er mikiđ rćtt um útbreiđslu Hitlers í Evrópu á međan Bretar og Bandaríkjamenn horfđu á (eđa mótmćltu međ innantómum hótunum). Rök Ţjóđverja minna mikiđ á rök Rússa í dag: Veriđ er ađ "sameina" ţjóđina innan einna landamćra. Tékkar misstu landamćrahéröđ sín til nasista eftir ađ Bretar féllust á slík rök. Oft var verđandi innlimum réttlćtt međ ţjóđaratkvćđagreiđslum. Öryggissjónarmiđ voru einnig notuđ. Ţađ eina sem Rússa vantar í dag til ađ hafa tekiđ allt tungutak nasista upp er ađ tala um "Lebensraum". Líklega sleppa ţví ţeir samt.

Hvađ Úkraínu varđar minnir mig ađ ég hafi séđ frétt ţess eđlis um daginn ađ Evrópusambandiđ og Rússar vćru ađ rćđa hugsanlega "skiptingu" Úkraínu sem gćti leitt til friđar. Ţetta minnir á viđrćđur nasista viđ Breta og fleiri um "skiptingu" hinna ýmsu landa á sínum tíma. Enginn sérstakur friđur kom út úr ţví til lengri tíma.

Hvernig vćri í stađinn ađ berjast fyrir ţví ađ hvert eitt og einasta hérađ geti lýst yfir sjálfstćđi og ţannig ráđiđ ţví sjálft viđ hvern ţađ hefur mest samskipti og viđskipti? Feneyjar eru ađ reyna ađ losna frá Ítalíu. Baskar á Spáni og Tíbetar í Kína telja sig betur borgiđ í sjálfstćđu ríki en innan landamćra stćrra ríkisvalds. Stundum er samúđ okkar á Vesturlöndum međ ţeim sem vilja sjálfstćđi (í tilviki Tíbeta), en stundum ekki (í tilviki Baska). Eigum viđ ekki alltaf ađ styđja ţá sem vilja kljúfa sig frá stjórneiningu sem viđkomandi telur sjálfur valda sér meiri skađa en gagni? Ef ekki, hvernig eigum viđ ađ gera upp á milli fyrir hönd ţeirra sem vilja kljúfa sig frá (en gegn vilja ţeirra)? 

Bandaríkjamenn, Evrópusambandiđ, Rússar og Úkraínumenn ćtla ađ setjast viđ einhvers konar samningaborđ og rćđa ný landamćri Úkraínu. Ţađ tryggir ađ enginn verđi sáttur og ađ fleiri bandarískir hermenn flytji bćkistöđvar sínar ađ landamćrum Rússlands.

Á mađur ađ verđa hrćddur núna? 


mbl.is Varar viđ frekari refsiađgerđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll.

Margir virđast ekki gera sér grein fyrir ţví ađ rót ţessa vanda ţarna í Úkraínu er peningalegs eđlis. Landiđ rambar á barmi gjaldţrots. Úkraína skuldar Rússum háar summur.

Ég hef ekki stórar áhyggjur af ţessu máli ţarna í Úkraínu. Ţađ sem ég hef meiri áhyggjur af er hvađ gerist ţegar allt hrynur til grunna í Kína - og í ţađ styttist.

Kínverskur efnahagur mun fara mjög illa og mikill óróleiki mun gera vart viđ sig innanlands. Kína verđur sem sćrđur tígur og sćrđir tígrar geta veriđ sérstaklega varasamir - sérstaklega ţegar haft er í huga ađ nú eiga Kínverjar í stappi viđ nokkra nágranna sína vegna uppspunninna krafna sinna. Hćtt er viđ ađ ţađ stapp verđi ađ meira en stappi ţví leiđtogarnir ţurfa jú ađ beina athygli almennings ađ einhverju öđru en efnahagslegu hruni.

Vel má vera ađ stutt sé í vopnuđ átök víđa um heim vegna efnahagslegra hamfara.

Helgi (IP-tala skráđ) 24.4.2014 kl. 06:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

When goods don't cross borders, soldiers do. /Bastiat (minnir mig)

Geir Ágústsson, 24.4.2014 kl. 11:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband