Miðvikudagur, 13. nóvember 2013
Ísland eitt Norðurlanda án einkaspítala
Þótt margt af því sem forstjóri Samkeppniseftirlitsins segi um eðli opinbers rekstrar sé rangt þá er rétt að hrósa honum fyrir að nefna margt sem Íslendingar gera sér ekki grein fyrir.
Ísland er til dæmis eitt Norðurlanda án einkaspítala. Hið "norræna módel" í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er því svo norrænt að það er eitt Norðurlanda um það.
Í Danmörku er hægt að nota leiðarvísinn http://www.privathospitalsguiden.dk/ til að finna einkaspítala sem sinna ákveðnum tegundum heilbrigðisþjónustu. Ertu með brjóstakrabbamein? Þá getur þú leitað til þessara einkaspítala fyrir a.m.k. hluta af meðferð þinni. Ertu með hjartasjúkdóm? Þá geta þessir einkaspítalar e.t.v. aðstoðað þig.
Kerfið í Danmörku er líka það sem stundum kallast "tvöfalt" á Íslandi, þ.e. hægt er að heilbrigðistryggja sig ofan á þá heilbrigðistryggingu sem ríkisvaldið stendur að og nýta sér svo þjónustu einkaspítala ef eitthvað ber að og heilsugæsla eða spítali hins opinbera er ekki að sinna þörfum þínum (t.d. af því biðtíminn eftir nauðsynlegri meðferð er upp á marga mánuði).
Margir atvinnurekendur í Danmörku, þar á meðal minn, heilbrigðistryggja starfsmenn sína, t.d. í gegnum Skandia, og bjóða upp á að börn og maki fái einnig tryggingu, oft gegn litlu gjaldi.
Ávinningurinn er auðvitað margfaldur. Biðlistar í opinbera kerfinu styttast því þeir heilbrigðistryggðu yfirgefa þá einfaldlega. Álagið á hið opinbera kerfi minnkar. Samkeppni er til staðar á milli heilbrigðisþjónustuaðila. Bein aðkoma einkaaðila að fjármögnun tryggir ákveðið aðhald sem hið opinbera finnur aldrei fyrir. Svona má lengi telja.
Þegar kemur að hinu "norræna módeli" eru Íslendingar kaþólskari en páfinn, og tala oftar en ekki út um rassgatið á sér (afsakið orðbragðið).
Vill aukna samkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Varstu búinn að lesa þetta um hið frábæra sænska heilbrigðiskerfi:
http://mises.org/daily/6476/
Helgi (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.