Þriðjudagur, 1. október 2013
Lýðskrum
Ímyndum okkur eftirfarandi samtal á venjulegu heimili:
Maður (fulltrúi ríkisvaldsins): Elskan, nýi sportbíllinn minn, og sá þriðji á þessu heimili, verður tekinn af okkur ef við höldum ekki áfram að borga af honum. Þar sem ég mun aldrei láta það gerast þá banna ég hér með innkaup á mat og öðrum nauðsynjum þar til greitt hefur verið af sportbílnum.
Kona (fulltrúi skattgreiðenda): En elskan, þú þarft bara að selja hann og einn eða tvo af hinum bílunum og greiða upp eitthvað af skuldunum. Við getum ekki borgað af öllum þessum bílum ef við ætlum að eiga fyrir mat, leigu og klæðnaði.
Maður: Nei, því miður. Ég verð að borga af þessum bílum og það ert þú sem ert að stofna matarinnkaupum okkar í hættu með því að neita að fá meira lánað hjá bankanum, foreldrum þínum, barnasparnaðarreikningnum okkar, lífeyrissjóðnum, kínverskum fjárfestum og seðlabankanum.
Kona: Hvernig getur það verið mér að kenna að þú ert búinn að stofna til allra þessara útgjalda og skuldbindinga? Ég hef farið vel með það litla fé sem ég hef yfir að ráða, á meðan þú hefur sökkt okkur í skuldir. Af hverju eiga þín útgjöld að hafa forgang fram yfir matarinnkaup heimilisins?
Maður: Heimilishaldið okkar er byrjað að lamast, og við þurfum að hætta að borða, og það er þér að kenna.
Svona samræður eiga sér núna stað í Bandaríkjunum, og eru teknar alvarlega.
Bandaríkin byrjuð að lamast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð samlíking. Alveg merkilegt hvað demókratar í USA hafa mikið fylgi og samúð (t.d. á Íslandi). Bandaríkjamenn hljóta að fara að átta sig á því að þessi flokkur er upp til hópa sósíalistar og vinstrisinnar - fólk firringar í ríkisfjármálum og skattpíningu. Ég bara rétt vona Bandaríkjanna vegna að repúblikönum takist að eyða þessu heilbrigðisfrumvarpi Obama og fái svo meirihluta í báðum deildum þingsins á næsta ári. En líklega litlar vonir til þess, fólk er fáfrótt og hrætt og kaupir lýðskrumið úr vinstrimönnum hvað eftir annað.
Brynjar (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 08:24
Heyr, heyr. Athyglisvert að sjá að kjósendur Obama á Íslandi eru enn samir við sig og fréttirnar sem fyrir þá eru bornar allar á sama veginn.
Þar sem ég bý á vinstri ströndinni verður athyglisvert að sjá hverning þetta þróast en flestir eru búnir að gleyma "sequester" frá því fyrr í ár sem átti sömuleiðis að valda heimsendi.
Einhvern tímann kemur vonandi að því að pólitíkusar átti sig á því að hverjir vinna fyrir hverja.
Erlendur (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 10:22
Jamm kjánalegt er það, en þú velur að minnast ekki á að ástæða þessa shut downs núna er að að republicanar settu það sem skilyrði að fresta gildistöku nýrra laga um aðgang að heilbrigðisþjónustu, eithvað sem okkur evrópumönnum er ótrulega framandi að nokkur maður setji sig á móti.
Seinasta shut down var einmitt í stjórn Clinton þegar einnig stóð til að lappa uppá heilbrigiskerfið.
Nei þetta shutdown skrifast skuldlaust ( no pun intended) á Republicana.
Það þýðir ekkert að láta einsog að hækka skuldaþakið sé eithvað einsdæmi, Reagan hækkaði það 18 sinnum á sínum tíma,Busharnir báðir og clinton líka margoft.
Þetta snýst bara um desparate measures republicana til að stöðva endurbætur á heilbrigiskerfinu.
anton (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 15:38
Obamacare mun alls ekki bæta heilbrigðiskerfið í USA heldur bæta mörgum lögum af gráu ofan á svart, fyrir utan að setja ríkisvaldið á hausinn (ástæða út af fyrir sig til að stöða það ævintýri).
Geir Ágústsson, 1.10.2013 kl. 17:58
"eithvað sem okkur evrópumönnum er ótrulega framandi að nokkur maður setji sig á móti."
Þessi lög eru lestarslys og mikil vandræði framundan hjá fólki og fyrirtækjum að hafa efni á þessu. Það þýðir lítið fyrir Evrópubúa að hneykslast á einhverju sem þeir þekkja ekki.
Stefán (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.