Tölurnar blekkja

Þeir sem eru of djúpt sokknir niður í tölurnar til að sjá hvað er að gerast í heiminum í kringum sig láta oft tölurnar blekkja sig.

Ein tegund talna, "hagvöxtur", blekkir kannski meira en margar aðrar.

Um hagvaxtartölur (vöxtur á landsframleiðslu, mældur í peningastærðum) má segja þetta (héðan):

Remember that changes in GDP are a reflection of changes in monetary pumping: the more is pumped the greater the rate of growth of GDP.

Einnig:

If printing money could somehow generate wealth then world wide poverty would have been eliminated by now.

Hvað hefur verið gert á Spáni til að leyfa hagkerfinu að anda? Skattar hafa hækkað, skuldir hins opinbera hafa aukist, og ég efast um að stórkostleg afreglun hafi átt sér stað af hálfu hins opinbera.  Eftir stendur bara að peningamagn í umferð hefur aukist, og það hefur þrýst vöxtum niður og blekkt fjárfesta til að halda að langtímafjárfestingar geti nú borið ávöxt. 

Spánn er ekkert minna gjaldþrota í raun núna en fyrir ári síðan eða tveimur eða tíu. Hið sama má segja um fjölmörg önnur "rík" og vestræn ríki. Gjaldþrotahrina bankanna var sársaukafull. Næsta hrina er sú af gjaldþrotum ríkissjóða. Hún verður enn sársaukafyllri. 


mbl.is Samdráttarskeiði að ljúka á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband