Kjúklingarnir labba sjálfviljugir í sláturhúsiđ

Sennilega er erfitt fyrir flesta ađ ímynda sér hóp kjúklinga ađ labba sjálfviljuga inn í sláturhús, án hvatningar eđa beitu af neinu tagi. Af hverju ćttu kjúklingar ađ gera ţađ? Vita ţeir ekki ađ á bak viđ fallega málađa veggina eru vélar tilbúnar ađ taka viđ ţeim og breyta í hakk og búta? Jú ćtli ţađ ekki. Sennilega hefur ţađ aldrei gerst ađ kjúklingar hafi labbađ sjálfviljugir í sláturhúsiđ.

Ţađ má ţví teljast enn furđulegra ađ sjá fullorđiđ, hugsandi og yfirleitt greint fólk haga sér eins og hóp kjúklinga á leiđ inn í sláturhúsiđ. Ţetta gerist samt daglega.

Oft á dag má sjá fréttir um slíka hegđun fullorđins fólks. Tökum eitt dćmi:

Hérna er blađamađur DV ađ reyna benda á hćtturnar viđ einkarekiđ heilbrigđiskerfi međ ţví ađ vísa í bandaríska sjónvarpsţćtti. Sennilega veit sami blađamađur ekki ađ hiđ bandaríska heilbrigđiskerfi er ađ hálfu leyti fjármagnađ međ skattfé og eftir ţví sem hlutdeild skattfjár hefur vaxiđ, ţví verra hefur ţađ orđiđ. Á ađ taka skrefiđ til fulls og eyđileggja kerfiđ algjörlega međ algjörri ţjóđnýtingu ţess? Kjúklingurinn, sem ţessi blađamađur er, gćti alveg eins bođađ ţjóđnýtingu DV. Eđa á ríkiđ ekki ađ reka fjölmiđla? Nú, hvers vegna ekki? Eyđir ţađ samkeppni fjölmiđla, gerir ţá dýrari og dýrari í rekstri, útrýmir úrvali og ađhaldi neytenda og mokar hallarekstri illa rekinna fjölmiđla á herđar skattgreiđenda? Já. Hiđ sama gerist í umhverfi ríkisrekins heilbrigđiskerfis.

Dćmalaus ađdáun svo margra á hćfileikum og innsći opinberra starfsmanna er mér međ öllu óskiljanleg. Hvađan kemur öll ţessi viska ríkisstarfsmannanna, sem okkur hin skortir? Fćđist hún ţegar samkeppni hefur veriđ útrýmt? Verđur hún til ţegar taprekstur verđur vandamál einhverra annarra en ţeirra sem stofna til hans? Kjúklingarnir hafa vit á ţví ađ forđast sláturhúsiđ. Fullorđiđ fólk á ađ hafa vit á ţví ađ forđast bođskapinn um útţenslu ríkisvaldsins. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband