Hagstjórnarlexía fyrir ríkisstjórnina

Stjórnmálamenn međ hugsjónir eru sjaldgćfir. Stjórnmálamenn sem ţora ađ fylgja málum sínum eftir og svara fyrir gagnrýni međ málefnalegum hćtti eru sjaldgćfir. Stjórnmálamenn sem trúa af einlćgni á hiđ frjálsa framtak og hafa efasemdir um eigiđ ágćti til ađ stjórna lífum kjósenda sinna niđur í smćstu smáatriđi eru sjaldgćfir.

Stjórnmálamenn sem eru međ allt í senn hugsjónir, ţor til ađ fylgja málum sínum eftir og trú á hiđ frjálsa framtak eru nánast ekki til. Ţeir eru afskaplega sjaldgćfir og nánast í útrýmingarhćttu nú á tímum veikbyggđra hnjáa sem kikna undan öllum athugasemdum á fréttasíđum.

Finnist hins vegar stjórnmálamenn á Íslandi af ţessu tagi í dag vil ég gjarnan veita ţeim örlítinn innblástur fyrir stjórnmálabaráttuna í formi örlítillar kennslustundar í hagsögu Bandaríkjanna (heimild).

Áriđ 1920 skall á djúp niđursveifla í hinu bandaríska hagkerfi. Ríkisvaldiđ hafđi prentađ peninga í gríđarlegu magni árin á undan til ađ fjármagna ţátttöku sína í fyrri heimsstyrjöldinni. Ţessir peningar höfđu ţrýst vaxtastigi niđur og sent allskyns fölsk merki út á markađinn sem leiddu fjárfesta (og eigendur hinna nýprentuđu peninga) á rangar brautir. Um leiđ og hćgt var á peningaprentuninni leituđu vextir upp á ný, í átt ađ jafnvćgi milli sparifjár og neyslufjár, og ţađ afhjúpađi skort á arđbćrni fjölmargra fjárfestinga í landinu.

Kreppa leit út fyrir ađ vera handan viđ horniđ. Atvinnuleysi skaust upp í tveggja stafa tölu á nokkrum mánuđum. Hagkerfiđ dróst hratt og mikiđ saman. "Kreppan mikla" sem hófst áriđ 1929 hafđi byrjađ mun vćgar. Engu ađ síđur man enginn eftir kreppunni áriđ 1920. Hvers vegna?

Ástćđan er einföld: Ţessari sársaukafullu og skörpu niđursveiflu var mćtt međ gríđarlegu ađhaldi ríkisvaldsins. Á tveimur árum, 1920-1922, helmingađi forsetinn ríkisútgjöldin! Skuldir hins opinbera voru lćkkađar um einn ţriđja! Allir skattar á alla voru lćkkađir! Seđlabankinn ađhafđist lítiđ sem ekkert (a.m.k. á mćlikvarđa okkar í dag)!

Áriđ 1923 var atvinnuleysi komiđ aftur í lága tölu og batinn svo ađ segja orđinn algjör.

Nokkrum árum seinna skall á önnur kreppa (einnig vegna mikillar aukningar á peningamagni í umferđ, sem var ađ vísu "falin" međ mikilli framleiđniaukningu einkageirans, sem vó á móti hćkkun verđlags vegna hins aukna peningamagns). Ţeirri kreppu var mćtt međ sama hćtti og bólan sem sprakk áriđ 2000 og 2008 og enn er veriđ ađ laga međ eitri: Gríđarlegri útţenslu á peningamagni í umferđ og hömlulausri skuldsetningu hins opinbera. Kreppan áriđ 1929 varađi í mörgum sinnum ţau 2-3 ár sem "gleymda kreppan" sem hófst áriđ 1920 varađi í. 

Lexían er hérna gefin međ sögulegu dćmi en er hćgt ađ "uppgötva" međ rökhugsun einni saman, og er eftirfarandi: Ríkisvaldiđ tefur fyrir öllu sem er gott í hvert skipti sem ţađ ćtlar sér ađ laga eitthvađ slćmt.  

Slćmt ástand hins íslenska hagkerfis í dag, 5 árum eftir hruniđ/tiltektina,  má algjörlega skrifa á gríđarlega athafnagleđi íslenskra stjórnmálamanna. 

Kćru stjórnmálamenn, í guđanna bćnum leyfiđ markađinum ađ taka til, og skeriđ ríkisvaldiđ niđur í stórum sneiđum ţar til nánast ekkert er eftir! Ţiđ eruđ eflaust ágćtt fólk, en ţiđ vitiđ í raun ekki neitt hvađ er ađ gerast úti í raunheimum, og eigiđ ţví ađ hćtta ađ skipta ykkur af ţeim.

Núna, takk.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband