Já... og nei

Mikið er hressandi að sjá greiningardeildir bankanna (eða forstöðumenn þeirra) tala skýrt. 

Það sem gamla skólasystir mín í verkfræðinni, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, er rétt, en samt ekki.

Spurt er: Hvað stækkar hagkerfi? Það gerir aukin verðmætasköpun. Hvernig fer hún fram? Hún fer fram með fjárfestingum sem gera hvern og einn starfsmann verðmætari, þ.e. verðmæti vinnu hans eykst með aðgangi að betri tækjum og tólum, tækni og þjálfun.

Þessi fjárfesting getur komið úr tveimur áttum: Sparnaði (innlendum eða erlendum) eða peningaprentun. Seinni aðferðin rýrir kaupmátt peninga og sparnað allan og er að öllu leyti slæm hugmynd.

Hvernig eykst sparnaður sem verður aðgengilegur til fjárfestinga? Hann eykst ef t.d. skuldir einstaklinga og fyrirtækja lækka án þess að neysla aukist. Fé verður þá afgangs til fjárfestinga. Hann eykst líka ef tilhneiging fólks til að eyða í neyslu minnkar. Ef ríkið hættir að hirða stóra hluta af launum fólks verður meira eftir í launaumslögunum til að leggja til hliðar og/eða greiða niður skuldir.

Neysla er ekki drifkraftur hagvaxtar, heldur má fjármagna aukna neyslu með auknum hagvexti, þ.e. ef hagkerfið er að stækka; meira er framleitt eða innflutt og er hægt að kaupa fyrir annaðhvort hækkandi laun eða bættan kaupmátt peninga ("verðhjöðnun" á tungutaki hagfræðinnar).

Nú er sú kennsla sem Háskóli Íslands býður upp í hagfræði meira og minna þvæla. Hin viðtekna hagfræði er sú sem er að keyra hagkerfi þróaðra ríkja um koll og hefur verið að því í um 100 ár eða svo. Að geta skilið einföld vensl orsaka og afleiðinga er verðmætari eiginleiki en formleg kennsla í viðtekinni hagfræði. Sem betur fer virðist slíka jarðtengingu vera að finna líka, meira að segja í bönkunum.


mbl.is Skattalækkanir ýti undir neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjáðu - reynzla íslendinga af sparnaði er sú að þetta eru tapaðir peningar. Því var og er troðið í hausinn á fólki með ofbeldi hvort sem með þarf eða ekki.

Fyrst var það óðaverðbólgan, nú er skattur á innistæður og stöðug yfirvofandi hætta á hruni.

Þetta þarf að laga sem fyrst. En... ég er ekki mjög bjartsýnn á það.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.5.2013 kl. 13:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Því miður margt til í þessu.

Geir Ágústsson, 1.6.2013 kl. 07:09

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Haft er eftir Ásdisi Kristjánsdóttur:

 

»Efnahagsumhverfið getur breyst mjög hratt á komandi misserum. Heilt yfir þá gætu gefin loforð haft jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur. Skattalækkanir og skuldaleiðrétting bæta fjárhagsstöðu heimila og  þar með svigrúm þeirra til aukinnar neyslu

 

Við núverandi aðstæður er aukin neysla það versta sem gæti skeð. Ísland þarf á aukinni fjárfestingu að halda, sérstaklega fjárfestingu sem skilar auknum útflutningi og betri virðskiptajöfnuði. Ef menn vilja ekki koma á sjálfstýrðum utanríkisviðskiptum með fastgengi, þá verður miðstýringin að ráða áfram för.

 

Hagvöxtur sem byggir á aukinni neyslu er ekki æskilegur hjá smáu hagkerfi sem ekki á neinn forða af alvöru gjaldmiðli. Hagstjórn í smáum hagkerfum eins og Íslandi er miklu vandasamari en í stórum hagkerfum, þar sem gjaldmiðillinn er ekki að þvælast fyrir. Steingrímur Hermannsson var ekki að bulla, eins og flestir héldu, þegar hann sagði að önnur efnahagslögmál giltu á Íslandi en í öðrum ríkjum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 3.6.2013 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband