Mánudagur, 27. maí 2013
Takmarkanir fylgja ríksafskiptum (og ríkisgjaldmiðlum)
Ísland kann að þurfa takmarkanir við ákveðnum tegundum fjármagnshreyfinga til frambúðar, segir nýr fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur undir orð Bjarna Benediktssonar, samkvæmt frétt Bloomberg.
Auðvitað er það svo að ríkisafskiptum fylgja haftir, takmarkanir, reglur, hliðranir og þess háttar. Sé það ætlun íslenskra stjórnvalda að halda áfram að einoka peningaútgáfu á Íslandi og skylda landsmenn til að nota ákveðna mynt til ákveðinna viðskipta þá eru höft auðvitað óumflýjanleg.
Auðvitað er hægt að losa öll höft af notkun hinnar íslensku krónu, en slíkt hefur í för með sér mikil pólitísk óþægindi vegna óþæginda sem margir verða fyrir ef og þegar höftunum sleppir. Ríkisvaldið missir líka mikil völd. Tregða stjórnvalda til að gefa frá sér völd er alltaf mikil.
Því miður er gríðarlegur og nánast einróma stuðningur við ríkisrekinn seðlabanka og ríkiseinokun á peningaútgáfu á Íslandi.
Áfram takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru aðrar leiðir til?
Sleppa ríkisprentuðum peningaseðlum og notast bara við prívat skuldaviðurkenningar í öllum viðskiptum??
Skeggi Skaftason, 27.5.2013 kl. 11:33
Þessir peningar eru ekki prentaðir mest part eru tölur í tölvu. Ætli prentaðar íslenskar krónur séu ekki undir 5% af þessu.
Bankar búa til fé með að búa til skuld og eign. Því miður stórjókst peningamagn í umferð fyrir hrun og nánast stökkbreyttist. Þetta eru tölur í tölvum sem safna á sig vöxtm sem heldur er ekki grundvöllur fyrir.
Menn frystu þetta en í kerfinu er ein alshverjar gígantísk gengisfelling.
Ætli framtíðin er að fólk notar þá mynt sem passar (USdollar, GBPund eða norrænar krónur eða Evru) eða menn fara beint í vöruviðskipti. Þetta mun klárlega valda hruni í skatttekjum og áframhaldandi niðurskurði.
Ragnar (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 11:38
Saga peninga er miklu, miklu, miklu lengri en saga seðlbanka. Seðlabankar eru ekki nema 300 ára gömul uppfinning. Eftir því sem starfsemi þeirra varð útbreiddari og umfangsmeiri, því meiri óstöðugleika hafa allir þvingaðir skjólstæðingar þeirra þurft að búa við.
Einkaaðilar geta alveg gefið út peninga. Þeir þurfa að treysta í trausti (þá aðallega í því hversu vel þeir halda kaupmætti sínum að jafnaði). Bara ríkið getur keppt í rýrnun á kaupmætti peninga.
Og já rétt er það að "prentun" er bara ogguponsuhluti af því peningamagni sem ríkið framleiðir. Þökk sé rafpeningum er auðveldara en nokkru sinni fyrir hið opinbera að hafa af okkur allan sparnað og laun í formi peningaframleiðslu þegar skattheimtan er komin að sársaukamörkun. Að lokum þarf ríkið samt bara að læra að eyða minna en það getur tekið inn í skatta (án peningaframleiðslunnar).
Geir Ágústsson, 27.5.2013 kl. 12:33
ég vil nú frekar nota ríkispeninga, heldur en hlutabréf í Eimskip eða Apple til að versla með.
Ég vil síður fara í vöruskipti, eins og Ragnari finnst vera valkostur!
Skeggi Skaftason, 27.5.2013 kl. 13:41
Skeggi,
Þú stillir þessu upp á áhugaverðan hátt: Ríkispeningar vs. hlutabréf í einkafyrirtækjum.
Sögulega hefur notkun góðmálma þótt vera besta leiðin til að verja auð og kaupmátt peninga. Þá er erfitt og dýrt að grafa upp og aukning þeirra í umferð því mjög hæg. Á einum stað segir að hingað til í mannkynssögunni hafi 165000 rúmmetrar af gulli verið grafnir upp úr jörðu, og að um 2500 rúmmetrar séu grafnir upp á ári hverju. Gefið að allt rjúki inn í gullforðabúr (sem er ekki raunin), og gefið að allt gullið sé í forðageymslum (sem er fjarri því raunin), er það bara aukning upp á 2500/165000*100 = 1,5% á ári. Ef framboð á vörum og þjónustu er fasti (sem er ekki raunin) svarar það til um 1,5% verðbólgu á ári (1,5% aukning á peningum í umferð að elta sömu vörur og þjónustu). Berðu það saman við dæmigerðar verðbólgutölur í dag og þú sérð stórkostlegar framfarir í því að bremsa aukningu á peningamagni í umferð með því að múlbinda það við gull!
En punkturinn er eftir sem áður þessi: Að treysta ríkinu fyrir peningum er eins og að treysta refnum fyrir hænsnabúrinu.
Geir Ágústsson, 27.5.2013 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.