Mikil og erfið tiltekt framundan

Gríðarleg tiltekt er framundan hjá komandi ríkisstjórn. Fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig marga og risastóra gjalddaga á risavöxnum lántökum sínum á þessu kjörtímabili. Seðlabanki Íslands er að fara hamförum og hann þarf að temja og síðan leggja niður. Gjaldeyrishöftin þurfa að fara sem fyrst og það verður sársaukafullt fyrir marga, en afleiðingar hafta verða verri og verri eftir því sem þeim er lengur haldið við og því brýnt að skera á þau sem fyrst. 

Ríkisstjórnin þarf að setjast við samningaborð ásamt lánadrottnum sínum og semja um afskriftir. Hún þarf að segja það strax hvernig hún ætlar að minnka stærð ríkissjóðs á næstu 4 árum, hvaða skatta á að lækka og hversu mikið, hversu hratt hið opinbera ætlar að greiða niður skuldir, hvaða skattar verða lagðir af á næstu misserum og hvaða afkima ríkisrekstrarins á að einkavæða eða hreinlega leggja niður. Stöðugleiki er eitthvað sem íslenska hagkerfið og samfélagið þarf á að halda eftir ringulreið seinustu fjögurra ára.

Umsókn um aðlögun og aðild að ESB á að draga til baka hið fyrsta. 

Ríkisstjórnin þarf að muna að langt er í næstu kosningar og á því ekki að hafa áhyggjur af þeim. Hún hefur öll völd í fjögur ár. Hún á að nýta þau völd vel til að draga sem mest úr eigin völdum og skila því af sköttum og svigrúmi sem var tekið af almenningi seinustu árin. 

Takist þetta, og takist að vinna vel og skipulega og af einurð að því að draga sem mest úr vexti hins opinbera á Íslandi, þá verður uppskeran ríkuleg fyrir alla Íslendinga. Til skamms tíma verður að taka erfiðar ákvarðanir sem munu valda mörgum erfiðleikum. Sterka leiðtoga þarf til að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Núna reynir á.  Tiltektinni verður ekki slegið á frest mikið lengur. 


mbl.is Ný stjórn tekur á sig mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fínn pistill.

Ég held ég hafi vælt um það áður á blogginu þínu en ég sé bara ekki að eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar og skattar fari saman. Hafa menn í frjálshyggjufélaginu ekki pælt í þessu?

Ég held að  þessi hrópandi árekstur sjáist best þegar skattar eru háir.

Helgi (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband