Skattar letja, svæfa og deyfa

Skattahækkanir letja, deyfa, svæfa og fæla frá. Þetta vita allir. Af þessum ástæðum leggur ríkið ofurskatta á áfengi á tóbak. Tilgangurinn er beinlínis að draga úr neyslu. Háir skattar á tekjur af hverju tagi hafa sömu áhrif. Viljinn til að þéna löglega er minni en ella.

Þetta er vitað. Stjórnlyndir stjórnmálamenn vilja beinlínis að einkaframtakið sé minna og að hið opinbera spili stærra hlutverk. Þeim er alveg sama þótt lífskjör batni hægar fyrir vikið. Þegar batnandi lífskjör eru vegin upp á móti auknum ríkisafskiptum þá velur sá stjórnlyndi hið síðarnefnda. Jöfnuður er honum mikilvægari en hraður bati lífskjara allra þar sem lífskjör sumra batna hraðar en annarra.

Samtök atvinnulífsins eru ekki að þylja upp nein ný sannindi. Mistök þeirra eru e.t.v. þau að trúa því að stjórnlyndir stjórnmálamenn vilji "frumkvæði í atvinnulífinu og nýsköpun". Sú er ekki raunin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn vilja frumkvæði ríkisvaldsins. Þeir vita alveg hvaða áhrif ofurskattar á tóbak og áfengi hafa í för með sér, og sömuleiðis ofurskattar á tekjur. Og þeim líkar vel við þau áhrif. 


mbl.is Versnandi afkoma afleiðing „ofurskattastefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, eða eins og einn fjármálaráðherra sagði fyrir margt löngu, þegar álögur eru orðnar of háar, fara menn að finna leiðir framhjá þeim.  Þetta var Magnús frá Mel, og hvert orð satt.  Þannig er það bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2013 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband