Leggjum niður Seðlabanka Íslands

Ég legg til að Seðlabanki Íslands verði lagður niður og öll lög um skyldur og verkefni ríkisins í peningamálum numin úr gildi.

Rekstur seðlabanka þjónar eingöngu því hlutverki að gefa ríkisvaldinu verkfæri til að stunda hallarekstur, skipta sér af einstaklingum og fyrirtækjum þeirra, rýra kaupmátt og sparnað til að fjármagna skuldsettan ríkisrekstur og flengja þá sem haga sér ekki eins og hið opinbera ætlast til.

Rekstur seðlabanka hjálpar ekki hagkerfinu að vaxa, fyrirtækjum að skipuleggja rekstur fram í tímann, einstaklingum að spara eða kaupmætti peninga okkar að halda sér.

Rekstur seðlabanka er uppfinning stjórnmálamanna og skjólstæðinga þeirra í bankakerfinu til að auka eigin völd.

Fríhöfnin á Leifsstöð í Keflavík getur tekið við greiðslu í mörgum gjaldmiðlum. Hið íslenska ríki ætti því að geta það sama.

Fyrirtæki geta valið á milli fjölmargra gjaldmiðla til að gera upp í og jafnvel greiða út laun í. Að fjöldi mismunandi tegundir peninga (seðlar, góðmálmar, inneignarnótur) og gjaldmiðla (evrur, dollarar, pund, jen) séu í umferð er ekkert sérstakt vandamál.

Vilji einhver gefa út seðla með mynd af Jóni Sigurðssyni og Hallgrími Péturssyni og kalla þá "krónur" þá er honum það velkomið. Viðkomandi þarf bara að búa til traustari peninga en þeir sem fyrir eru (t.d. með því að bakka þá með góðmálmum) til að þeir nái útbreiðslu.  

Með því að leggja niður Seðlabanka Íslands fækkar tækifærum stjórnmálamanna til að senda skattgreiðendum, sparifjáreigendum og launþegum reikninginn þegar þeim tekst illa að hafa stjórn á útgjöldum hins opinbera. 

Rökin fyrir rekstri seðlabanka eru veik og hafa ekki reynst halda vatni. Það sér vonandi hver maður. 


mbl.is Hagvaxtarhorfur hafa versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sumir líma fyrir bréfalúguna til að fá ekki slæm tíðindi.. þetta er svipuð nálgun.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.5.2013 kl. 10:04

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Það er alltaf áhugavert að þegar hagvöxtur er of mikil að mati Seðlabankans þá er nauðsynlegt að hækka vexti en þegar spár rætast ekki og hagvöxtur er undir þeim er þá ekki ástæða til þess að lækka vextir myndarlega til þess að ýta undir að halda einhverjum hagvexti?

Vextir út um allan heim hafa verið að lækka stórlega til þess að halda efnahag landa á floti en hér er eittvað allt annað í gangi, ætli það sé verið að vernda fjármagnseigendur?

Tryggvi Þórarinsson, 15.5.2013 kl. 11:04

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Að leggja niður Seðlabanka Íslands er brýnt mál og hefur lengi verið. Þeir sem telja brýna nauðsyn á ríkisreknum seðlabönkum til að stjórna verði á peningum skulda rök fyrir þeirri afstöðu sinni önnur en "svona hefur þetta lengi verið". Gildir þá einu hvort starfsmenn seðlabankann spá rétt eða rangt fyrir um áhrif aðgerða sinna.

Geir Ágústsson, 15.5.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband