Hvað er verðbólga?

"Verðbólga" er orð sem fáir skilja rétt. Skiljanlega.

Sumir halda að "verðbólga" sé almennt hækkandi verðlag. Þannig sé t.d. hægt að líta á "verðbólgu" sem meðaltalið af verðhækkunum á ólíkum hlutum eins og tannburstum, tölvuskjáum og baðsloppum. Þannig skilgreina nútímalegir hagfræðingar hugtakið "verðbólga".

Sumir halda að "verðbólga" sé einhvers konar dularfullur draugur sem sveimar um í leit að verðmiðum til að hækka. Draugurinn leggst síðan á einhvern afmarkaðan markaðinn, t.d. húsnæðis- eða matvælamarkað, og veldur þar usla.

Hvorugt er rétt. Verðbólga er aukning á peningamagni í umferð, þ.e. rýrnun á kaupmætti hverrar einingar tiltekinna peninga. Afleiðing verðbólgu er verðhækkanir. Afleiðing aðferða við að auka peningamagn í umferð er meiri hækkun á sumu en öðru.

Aukning á peningamagni í umferð er meðvituð og pólitísk aðgerð sem er eingöngu möguleg til lengri tíma með notkun ríkiseinokunar á peningaútgáfu (það að viðskiptabankarnir sjái um sjálfa peningafjölföldunina breytir engu í þessu samhengi). Stjórnmálamenn stjórna peningunum okkar til að stjórna hagkerfinu.

Íslenska ríkið á að leggja niður Seðlabanka Íslands og afnema þessi lög eins og þau leggja sig. Þetta á að gerast eins hratt og hægt er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband