Bætur og atvinnuleysi: Reynsla Dana er slæm

Danskir fjölmiðlar fjalla núna mikið um þá staðreynd að þeir sem þiggja starf á launum nálægt því sem mætti kalla lágmarkslaun eiga á hættu á að fá minna í atvinnuleysisbætur seinna en þeir fá í dag nema laun starfsins séu þeim mun hærri. Niðurstaða: Fyrir marga atvinnulausa Dani borgar sig miklu frekar að halda áfram að vera atvinnulaus þótt laun starfsins þýði hærri tekjur því þær hærri tekjur leiða til skerðingar á atvinnuleysisbótum seinna.

Þrátt fyrir þetta er pólitískt hik við að breyta kerfinu. Það er alltaf auðveldara að hækka bætur og gera fleiri að bótaþegum en það er að skera í bætur og fækka bótaþegum. Yfirleitt þarf gjaldþrot að blasa við ríkinu til að eitthvað sé hægt að gera við lamandi bótakerfi. Yfirleitt þarf sterkan leiðtoga til að knýja slíkar umbætur í gegnum þrjóskt kerfið.

Íslendingar hafa sem betur fer alltaf haft ákveðna fordóma gegn því að einhver sitji heima á bótum ef einhver möguleiki er á að finna launað starf. Þetta viðhorf er kannski að breytast, því miður. Það verður Íslendingum dýrt, bæði til skemmri og lengri tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband