Smyglið orðið mjög ábatasamt

Smygl á áfengi og sígarettum til Íslands er orðið mjög ábatasamt. Mikil hagnaðarvon dregur að sér fleiri og fleiri sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig.

Neytendur taka vel í hið lægra verð og kaupa sín vímuefni af nánast hverjum sem er. Glæpamenn eru oft með annað á boðstólnum en hinn löglega og hátt skattlagða markað. Unglingar í leit að sígarettum finna meira úrval á hinum svarta markaði en í næstu sjoppu. Kannabis og amfetamín eru mjög algengar söluvörur á hinum svarta markaði. Þeir lengra komnu fá svo kannski smjörþefinn af ólöglegu fjárhættuspili og jafnvel boð um að kaupa þjónustu vændiskvenna sem hírast við slæm skilyrði í neðanjarðarhagkerfinu.

Það var pólitísk ákvörðun að gera tóbak og áfengi á Íslandi miklu dýrara en víðast hvar annars staðar. Það var pólitísk ákvörðun að leiða hjá sér allar fyrirframþekktar afleiðingar þess að þenja út svarta markaðinn og sópa fleirum inn á hinn hann í leit að löglegum en dýrum varningi, og finna þar í leiðinni allt annað sem er ólöglegt en aðgengilegt og falt.

Ég veit ekki hvað ríkisvaldið sér að sjálfsábyrgð og forræði fullorðinna einstaklinga. Eitthvað er það samt.


mbl.is Teknir með 20 þúsund vindlinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fólk sem telur sig vita betur en aðrir hvað er öðrum fyrir bestu er orðið að mjög miklu vandamáli - bæði hér og erlendis.

Helgi (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband