Föstudagur, 25. janúar 2013
Fyrsta verk: Lesa Hagfrćđi í hnotskurn
Starfsmenn hjá hinu opinbera eru snillingar í ađ búa til vinnu handa sjálfum sér.
Nú er búiđ ađ stofna nefnd ("samráđsvettvangur") sem á t.d. ađ "[m]óta heildstćtt og óháđ yfirlit yfir ađgerđir sem geta stuđlađ ađ langtímahagvexti og efnahagslegum stöđugleika."
Ég legg til ađ fyrsta verk ţessarar nefndar verđi ađ lesa tvćr bćkur eftir mann ađ nafni Henry Hazlitt.
Sú fyrri er til í íslenskri ţýđingu og heitir Hagfrćđi í hnotskurn. Hún er ekki löng en fyrir flesta er hún sennilega gríđarlega frćđandi. Ef óskađ er eftir "frekari gögnum" um niđurstöđur bókarinnar er af nćgu ađ taka.
Sú síđar heitir Man vs. The Welfare State og lýsir í knöppu máli afleiđingum ţess ađ leyfa velferđarkerfinu ađ blása út. Mér er sérstaklega minnisstćđur kaflinn um Suđur-Ameríkuríkiđ Uruguay, en ţar var velferđarkerfinu leyft ađ ganga alla leiđ og drepa hagkerfiđ međ öllu. Ríkt land varđ fátćkt. Vinnusamir íbúar landsins lögđust á ríkisspenann. Ríkidćmi varđ ađ fátćkt.
Sjálfsagt ćtlar hin nýja nefnd ađ framleiđa stóra og flotta skýrslu sem mćlir međ öllu ţví sem skiptir engu máli en leggur enga áherslu á ţađ sem skiptir raunverulegu máli. Ég vona samt ađ nefndin sýni hógvćrđ og játi ađ allt sem er ţarf til ađ stuđla ađ "langtímahagvexti og efnahagslegum stöđugleika" er vel ţekkt og mćli einfaldlega međ ţví ađ setja í verk stórkostlegan niđurskurđ hjá hinu opinbera, gríđarlega grisjun á reglugerđafrumskóginum og algjöran ađskilnađ ríkisvalds og hagkerfis, ţ.e. ríkisreksturs og peningaútgáfu.
Samráđsvettvangur eftir skýrslu McKinsey | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sćll.
Ţađ sem fólk almennt séđ, og kannski sérstaklega stjórnmálamenn, virđast ekki skilja er ađ efnahagslífiđ mun rétta úr kútnum án nokkurrar ađstođar eftir kreppur ef ţađ fćr ađ vera í friđi.
Ţađ er búiđ ađ heilaţvo almenning ţannig ađ hann heldur, upp til hópa, ađ hiđ opinbera ţurfi ađ koma öllu af skriđ og bjarga einkageiranum frá sjálfum sér og sinni grćđgi. Svo er alltaf veriđ ađ kenna grćđgi um ţetta og hitt sem er auđvitađ bara brjóstumkennanlegt. Ég get veriđ gráđugasti mađur í heimi en samt einn sá blankasti. Grćđgi og ríkidćmi fara ekkert endilega saman.
Helgi (IP-tala skráđ) 28.1.2013 kl. 21:43
Sćll Helgi og takk fyrir innlegg ţitt,
Ţađ sem gleymist líka oft er ađ menn geta stundađ samvinnu og samstarf á hinum frjálsa markađi međ ţađ eitt ađ leiđarljósi ađ bćta eigin hag (en bćta um leiđ hag annarra eins og viđ vitum og hagfrćđin kennir okkur). Ţetta kallađi Henry Hazlitt (í lauslegri ţýđingu minni) "samstarfsisma" sem var hans siđfrćđi og fjallađi um ágćti hins frjálsa markađar.
En ţađ er vissulega svo ađ í hvert skipti sem ríkisvaldiđ skiptir sér af markađinum, ýmist međ ţađ ađ leiđarljósi ađ "laga" hann eđa "bjarga", ţá drepur ríkisvaldiđ niđur ţađ sem hefđi geta vaxiđ, eđa hćgir á vexti ţess sem vex nú ţegar. Á ţessu eru engar ţekktar undantekningar.
Geir Ágústsson, 29.1.2013 kl. 09:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.