Endalok sparperanna?

Yfir 140 lönd hafa lagt blessun sína yfir lagalega bindandi samning um kvikasilfur, en tilgangurinn er að draga úr magni kvikasilfurs í umhverfinu.

Einmitt það já.

Á öðrum stað segir:

 Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilinu 2009-2016.

Ef gló- og halógenperur eru komnar á bannlistann, hvað má þá nota í staðinn? Svar: Sparperur. Um þær segir á einum stað:

 Vegna kvikasilfursinnihalds í sparperum er því nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri til almennings:

 Sparperum má alls ekki henda með venjulegu sorpi heldur þarf að skila þeim til endurvinnslustöðva sem ber að sjá um að farga þeim á réttan hátt endurgjaldslaust.

 ...

 Á markaði eru einnig orkusparandi ljósaperur sem innihalda ekki kvikasilfur, svonefndar ljósdíóður eða LED-perur. 

"Endurgjaldslaust" þýðir: Á kostnað þín, sem skattgreiðanda, en ekki þín sem kaupanda sparpera.

LED-perur eru rándýrar.

Í stuttu máli: Kvikasilfur er aftur byrjað að streyma inn á heimilin okkar, en í stað þess að vera í batteríunum okkar er það nú komið í ljósaperurnar. 


mbl.is Dregið úr losun kvikasilfurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband