Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Atvinnulausir með doktorsgráðu
Þeir sem eru bæði atvinnulausir og með doktorsgráðu eru hratt vaxandi hópur, ekki bara á Íslandi heldur mun víðar þar sem ríkisvaldið hamast við að rúlla sem flestum í gegnum háskóla.
Ríkisvaldið hvetur fólk til að steypa sér í neysluskuldir (oft kallaðar "námslán" þótt ríkið niðurgreiði líka skólagjöld niður í brot af raunverulegum kostnaði). Ríkisvaldið hvetur fólk til að "fara í háskóla" og setur pressu á háskólana að búa til allskonar nám til að geta hleypt sem flestum að.
Í Bandaríkjunum flytja 85% útskrifaðra aftur heim til mömmu og pabba enda enga atvinnu að fá fyrir þá sem nýtast ekki atvinnulífinu eða útskrifast inn í hagkerfi sem ríkisvaldið er búið að lama. Þar mokar hið opinbera niðurgreiddum lánum ofan í vasa nemenda, sem nota þau til að borga skólagjöld, sem hafa hækkað stórkostlega síðan ríkið fór að lána nemendum af myndarbrag. Svokölluð menntaverðbólga.
Í Evrópu kosta háskólar sífellt hærri fjárhæðir í skiptum fyrir fleiri og fleiri gagnslausar gráður.
Á Íslandi á núna að gera fleiri og fleiri atvinnulausa að sprenglærðum eitthvað-fræðingum sem geta ekkert sem eftirspurn er eftir.
Frábært.
Fyrsta skref í að hækka menntunarstig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Þetta er alveg rétt hjá þér. Svo fer þetta fólk með sínar fallegu prófgráður og reynir að hafa vit fyrir öðrum vegna þess að það veit svo mikið eftir allt þetta gangslausa nám:
http://www.washingtontimes.com/news/2013/jan/18/the-hidden-burden-of-regulation/
Helgi (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 12:37
Þetta er auðvitað bilun. Ekki er öll menntun góð, og raunar getur menntun komið í veg fyrir að fólk geti blómstrað. Nám er dýrt, og fólk kemur oft skuldsett úr námi og þarf að drífa sig beint í vinnu til að greiða þær niður. Þeir sem sleppa því að eyða mörgum árum í oft gagnslausa menntun geta byrjað að vinna og spara og safna og síðan fjárfest og byggt upp án þess að steypa sér í skuldir.
En bilunina á að keyra lengra og lengra. Menntaverðbólgan geysar sem aldrei fyrr. Menn þurfa að hafa tvær eða þrjár háskólagráður til að aðskilja sig frá fjöldanum og eyða 8 árum í háskóla til þess. Engin vinnureynsla kemur að ráði inn á meðan. Fólk er að fara á vinnumarkaðinn seinna og seinna, og yfirgefa hann fyrr og fyrr.
Bilun.
Geir Ágústsson, 19.1.2013 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.