Höfuðlausar hænur

Stjórnmálamenn haga sér oft og iðulega eins og höfuðlausar hænur, en þessi hegðunarárátta versnar yfirleitt eftir því sem stjórnmálamennirnir eru vinstrisinnaðri.

VG er auðvitað ágætt dæmi um þetta. Þar á bæ eru menn á móti aðild Íslands að ESB, en fylkja sér engu að síður að baki umsókn um aðild. Þar á bæ eru menn á móti olíu- og gasvinnslu, en hafa samt ekkert á móti því að veita leyfi og keyra bíla. Kannski eru þeir bara á móti því að fleiri íbúar Jarðar geti auðgast nóg til að hafa efni á bílum?

Vinstrimenn tala um gegnsæi og fagleg vinnubrögð en dæmin um þveröfuga framkvæmd eru fleiri en ég kann að nefna.

Vinstrimenn segja á ári 1 að landið sé byrjað að rísa, á ári 2 að landið sé komið í var, og á ári 3 að nú "hilli undir sjálfbæran ríkisrekstur". Þetta er auðvitað af því að tal stjórnmálamannsins og veruleikinn stangast á, og því þarf að umorða hina pólitísku og "hvítu" lygi frá ári til árs.

Samfylkingin er búin að fá systurflokk, hin ósýnilega Bjarta framtíð, til að sjúga til sín óánægjufylgið sitt en um leið styðja við sömu stefnu. Kannski ætla Vinstri-grænir að gera eitthvað svipað?  


mbl.is Olíuleit gegn stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband