Föstudagur, 28. desember 2012
Ríkisráðgjafana vantar víða
Ekki vissi ég að ríkisvaldið ræki ráðgjafastofur fyrir bændur. Mikið var nú gott að vita af því! Hvar væru bændur án ríkisráðgjafanna? Þeir væru sennilega í sífelldum rekstrarvandræðum, sífellt í vandræðum með verðlagningu á afurðum sínum, sífellt á biðstofum ráðherra að biðja um aðstoð og styrki, og gætu ekki samstillt framboð og eftirspurn.
Eða bíddu nú við. Bændur eiga í öllum þessum vandræðum!
Þeir eru að auki lokaðir inni í tollamúrum. Rekstur bændabýla á Íslandi er allt að því miðstýrð af ríkisvaldinu. Er það kannski ástæðan fyrir öllum þeirra vandræðum og ástæða þess að þeir telja sig þurfa sérstaka ráðgjafa frá ríkisvaldinu? Vinna þessir ráðgjafar ríkisins mikið til við að ráðleggja bændum um hvernig á að reka býlin sín undir handleiðslu ríkisins? Það væri athyglisvert ef rétt er.
Á Nýja-Sjálandi framleiða menn smjör án ríkisstyrkja sem keppir í verðlagi og gæðum í búðarhillum Vestur-Evrópu við niðurgreidda, evrópska smjörframleiðslu, sem var sennilega unnin undir handleiðslu heils hers af ríkisráðgjöfum. Mikið hlýtur að vera erfitt að vera bóndi á Nýja-Sjálandi.
Allt landið eitt starfssvæði ráðunauta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.