Eru frjálsir farþegaflutningar óhugsandi?

Ég skrifaði nokkur orð um frjálsa farþegaflutninga á blogg Frjálshyggjufélagsins - sjá hérna. Mér hefur lengi fundist skrýtið að ekki sé hægt að reka fyrirtæki í kringum fasta flutninga þúsunda einstaklinga á milli fyrirfram þekktra staða og niðurstaða mín er sú að hérna flækist hið opinbera fyrir frjálsu framtaki, með hrikalegum afleiðingum; umferðarteppum, tímatapi og óhagræði fyrir alla.

Eða hvers vegna tapa strætisvagnar sveitarfélaganna stórfé á þess konar flutningum á meðan t.d. flutningar á pizzum eru reknir með hagnaði? Pizzusendlar eru yfirleitt einir í bíl, með lítið magn varnings í bílnum í einu, og þurfa að vera til þjónustu reiðubúnir nánast allan sólarhringinn alla daga ársins.

Svari hver fyrir sig. Ég hef svarað fyrir mitt leyti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband