Depardieu svarar fyrir sig, einn fárra

Franski leikarinn Gerard Depardieu ætlar ekki að láta frönsk yfirvöld komast upp með að bæða mjólka sig og móðga. Gott hjá honum! Hann virðist ætla að svara fyrir sig og "kjósa með fótunum" úr því allt annað bregst.

Þetta er til fyrirmyndar. Ríkisvaldið mun aldrei hætta að þenja sig út og grafa dýpra ofan í vasa okkar fyrr en það mætir sterkri andspyrnu.

Auðmenn hafa með veikum mætti reynt að verjast ágangi ríkisvaldsins með því að segjast vilja borga hærri skatta. Auðvitað er þetta misheppnuð aðferðafræði en skaðar því miður ekki bara þá sem beita henni heldur miklu frekar alla aðra sem eru að reyna að komast í hóp auðmanna með vinnu og útsjónarsemi. Þeir ríku geta millifært fé á bankareikna ríkisvaldsins hvenær sem er, en gera ekki. Þetta er bara leið til að minnka andúð öfundsjúkra stjórnmálamanna á auði og velgengni. Leið sem mistekst. 

 

 


mbl.is Depardieu segist greiða 85% tekna í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband