Nú þegja aðrir

"Úff þarna var ég nú heppinn. Ríkisstjórnin ákvað að þessu sinni að hækka skatta á fjármálafyrirtæki og valda þar uppsögnum og eymd. Ég slapp því í þetta skipti. Núna ætla ég að grjóthalda kjafti til að vekja ekki athygli yfirvalda á mér."

Þetta er hin íslenska eða vestræna leið til að vera undir ratsjá hins opinbera. Sá sem fær flenginguna kvartar auðvitað á meðan á henni stendur, en þegir þess á milli.

Við höfum hliðstætt dæmi frá ferðaþjónustunni. Yfirleitt steinheldur hún kjafti á meðan yfirvöld fá sínu framgengt frá öðrum. Um leið og hún átti að greiða hærri skatta fór hún hins vegar á mikið flug og fékk hingað útlendinga til að halda ræður, skrifaði ályktanir, lét reikna fyrir sig og ég veit ekki hvað og hvað.

Þetta er ömurleg leið til að verjast ágangi hins opinbera. Á meðan skattgreiðendur eru svona sundraðir og andspyrna þeirra bundin við einn lítinn hagsmunahóp í einu mun ríkisvaldið aldrei hætta. Það mun þenja sig út og seilast dýpra og dýpra þar til ekkert er eftir. 

Nú skulu fjármálafyrirtækin rist á kvið og blóði þeirra safnað. Áður var það ferðaþjónustan. Ertu næst(ur)? 


mbl.is Kvennastörf verst úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband