Auðvitað brengla höftin

Stundum telst það fréttnæmt þegar einhver bendir á eitthvað augljóst. Það er gott, því þá verður hið augljósa fleirum ljóst (en slíkt er ekki alltaf raunin í umræðuumhverfi þar sem vitleysa er oft talin vera sannleikur). 

Nú er á það bent að höft valdi brenglun á markaði. Það ætti nú samt að segja sig sjálft. Ef höft leiddu ekki til neinnar brenglunar þá væru þau óþörf eða gagnslaus með öllu og líklega í huga fárra. Segjum til dæmis sem svo að lög bönnuðu fólki yfir 150 ára aldri að koma fram í sjónvarpi. Slíkt bann væri vissulega bann en myndi ekki leiða til neinna breytinga. Gjaldeyrishöftin eru svo af hinni tegundinni: Þau hafa áhrif á næstum því hver einustu viðskipti Íslendinga eða viðskipta við Íslendinga.

Íslendingar geta núna haldið upp á fjögurra ára afmæli gjaldeyrishaftanna sem áttu að vera tímabundin í 6 mánuði en stefnir nú í að verði varanleg á meðan vinstrimenn eru við stjórn á landinu.

Til hamingju Ísland. 


mbl.is Höftin leiða til óhagkvæmra fjárfestinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir. Heldur þú að einhver önnur ríkisstjórn hefði gert eitthvað annað en að setja á fót gjaldeyrishöft og aflétta þeim ekki? Það er að mínu mati mikill misskilningur að halda að svokallaðir hægrimenn á þingi hefðu í grundvallaratriðum farið öðruvísi að en sú ríkisstjórn sem nú er við völd. Það vill stundum gleymast að sömu hægrimenn áttu stóran þátt í að blása upp stærstu efnahagsbólu í sögu landsins — með ríkisafskiptum.

Magnús (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 08:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Magnús,

Auðvitað get ég lofað neinu en minni á að:

- Fastgengisstefnu var "sleppt" um árið 2000 þrátt fyrir fyrirséða dýfu í kaupmætti krónunnar (sem leiðir til hækkandi verðlags á aðkeyptum vörum). Þetta olli mörgum óþægindum en fækkaði verkefnum iðinna opinberra starfsmanna.

- Íslenskir vinstrimenn hafa aldrei afnumið neina skatta.

- Íslenskir vinstrimenn hafa aldrei lækkað skatt nema með því að hækka aðra skatta a.m.k. jafnmikið. Alltaf skal ríkissjóður fá "sitt".

- Fyrir utan leynieinkavæðingar bankanna skömmu eftir hrun hafa íslenskir vinstrimenn aldrei einkavætt ríkisfyrirtæki.

Allt ofangreint gerir það að verkum að mér finnst óhætt að spá því að hægri/miðjustjórn yrði a.m.k. fljótari en núverandi vinstristjórn til að afnema gjaldeyrishöftin.

En auðvitað eru þetta bara getgátur.

Geir Ágústsson, 11.12.2012 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband