Velferðarkerfi á hraðbraut

Við íbúar Vestur-Evrópu þykjumst vita ýmislegt um hið mikla stolt okkar, "velferðarkerfið". Það gerum við líka alveg örugglega. En hvað gerist þegar stjórnmálamenn gefa velferðarkerfinu lausan tauminn? Hvað gerist þegar stjórnmálamenn starfa "í sátt" og "af samhug" að því að þenja báknið út?

Viðhengt skjal er úr bókinni Man vs. The Welfare State eftir snillinginn Henry Hazlitt. Þetta er kafli um velferðarkerfið í Suður-Ameríkuríkinu Uruguay. Þar var velferðarkerfinu leyft að þenjast út eins og blöðru. Afleiðingarnar voru hrikalegar, og þótt þær hefðu legið fyrir lengi höfðu stjórnmálamenn ekki hugrekki til að takast á við vandamálin og forðast þær. 

Þetta eru bara 10 blaðsíður í stóru letri á litlum blaðsíðum og ég hvet alla með snefil af áhuga á velferðarkerfinu svokallaða til að lesa þær.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þetta eru góðar ábendingar hjá þér Geir. Ég tek undir þær. Velferðarkerfi, já takk en aðeins til að aðstoða þá sem standa höllum fæti - ekki sem akur til að gera út á og láta aðra borga alla skapaða hluti. Því miður skapast víða í pólitíkinni vanheilagt samband á milli kjósenda og stjórnmálamanna sem gengur út á að réttlæta lög um að alls konar "ósanngjarn aukakostnaður" í jafnréttisríkinu sé greiddur af öðrum. Vinstri stjórnmálin hafa þessa spilltu sýn, því miður.

Guðmundur Pálsson, 9.12.2012 kl. 20:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Guðmundur,

Lexían er sú að það er pólitískt nánast sársaukalaust að þenja út velferðarkerfið en nánast ómögulegt pólitískt að draga það saman aftur. Hver útþensla býr til hóp einstaklinga sem verða háðir ákveðnum fríðindum eða fjármunum úr vösum skattgreiðenda, og þeir láta ekki taka það af sér aftur þegjandi og hljóðalaust.

Það má því rólega gera ráð fyrir því að:

- Hver einasta viðbót við velferðarkerfið, hversu lítil sem hún er, sé varanleg.

- Að hver einsta tillaga til að draga kerfið saman mæti miklum mótbyr og hávaða.

- Að til lengri tíma sé því hægt að gera ráð fyrir því að kerfið vaxi endalaust og lokapunkturinn er gjaldþrot kerfisins. Stundum er unnið hratt að þessum lokapunkti, en stundum hægt, en stefnan er alltaf sú sama, og niðurstaðan sömuleiðis.

Geir Ágústsson, 9.12.2012 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband