Mánudagur, 12. nóvember 2012
Ónei! Nýr sjóður!
Enn á ný er eftirfarandi handrit spilað í íslenskri samfélagsumræðu:
Við höfum komið auga á mikið og alvarlegt vandamál. Við, sem sérfræðingar á þessu sviði, tökum þetta mjög alvarlega. Við erum áhyggjufullir. Við leggjum til að skattgreiðendur séu mjólkaðir ofan í sérstakan sjóð sem við fáum til ráðstöfunar.
Stjórnmálamenn bregðast vitaskuld hratt og vel við.
Við skiljum vandamál ykkar. Að vísu eru ekki til fjármunir í sjóð af þeirri stærð sem þið talið um, en við getum byrjað á helmingi minni sjóð og þið vitið svo vel að hann verður stækkaður á næsta ári ef þið fyllið fyrirsagnir fjölmiðla af auknum áhyggjum og talið um smæð sjóðsins. Enginn sjóður er nokkurn tímann lagður niður hjá hinu opinbera svo þetta ætti að teljast góð málamiðlun.
Málamiðlunin næst og niðurstaðan er enn einn sjóðurinn sem skattgreiðendur eru mjólkaðir ofan í, en fáir og útvaldir og hávaðasamir fá tið ráðstöfunar.
Sjóðurinn verður svo vitaskuld notaður í eitthvað allt annað en það sem virkar. Í stað þess að þessir áhyggjufullu setjist sveittir niður, í eigin frítíma, og semji góð og lipur íslensk orð fyrir ný fyrirbæri, þá fá þeir sjóð. Sá sjóður verður notaður í rándýrar hönnunarkeppnir og auglýsingaherferðir sem enginn tekur eftir.
Tungan heldur ekki í við tæknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Facebook
Athugasemdir
Ég fæ ekki betur skilið en vandamálið sé ekki að það vanti nýyrði, en hvað nákvæmlega vantar er ekki mjög skýrt. Mín besta ágiskun væri að markmiðið væri að auka hlut íslenskrar tungu í tækni (vefsíða á íslensku fellur undir slíka skilgreiningu, sem og forrit þýtt yfir á íslensku). Það eina sem ég er nokkuð viss um er að nýyrðaskortur sem má leysa með smásmíði er ekki það sem verið er að ræða um.
Leifur (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 08:09
Reikna með að það séu þýðingarnar á tölvumálinu sem er á ensku yfir á íslensku.Enginn sem ég þekki notar íslensku heitin heldur tileinkar sér enskuna.Þetta er rugl.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 09:31
Sælir Leifur og Jósef,
Þið virðist vera með ólíkar áherslur og undirstrikar það bara að ósk um feitan sjóð á kostnað skattgreiðenda er ekki góð hugmynd. Menn þurfa að finna mismunandi leiðir og vega og meta.
Íslendingar hafa alltaf gríðarlegar áhyggjur af tungumálinu sínu. Danir, sem ég vinn með, hafa ekki sömu áhyggjur. Þeir eru miklir tökuorðamenn. Hérna nota ég "computer" til að fara á "internettet" og eftir vinnuvikuna held ég svo "weekend" þar sem ég horfi á "film" og borða "snaks", eða skrepp í "centrum" til að "shoppe".
Þýðingar á t.d. forritum verða oft til meiri ama en gagns. Ég er t.d. að reyna nota forrit sem ég stillti óvart yfir á dönsku og finn að það fer meiri tími í að reyna komast að því hvað takkarnir gera (því dönsku orðin eru ekki alltaf svo lýsandi) en ég þarf til að nota takkana sjálfa.
En mér finnst samt gott að framleiðandinn hafi séð ávinning í að bjóða upp á danska útgáfu þótt ég kæri mig ekki um hana. Án ríkisstyrkja.
Geir Ágústsson, 12.11.2012 kl. 09:42
Ég vildi ekki nota þá útgáfu af Office, sem hafði verið þýddur yfir á íslenzku fyrir nokkrum árum og settur inn á margar skólatölvur, einfaldlega vegna þess að þýðingarnar voru svo afkáralegar. Hins vegar hef ég aldrei haft nein vandamál með dönsku útgáfurnar, sem notaðar eru í miklum mæli í Danmörku. Sl. tíu árin hef ég einungis notað enskumælandi viðmót í tölvuvinnu.
Ég tel, að nýyrðanefnd HÍ geti sjálfri sér um kennt, að íslenzkan í tölvuheimum sé á undanhaldi, því að fjöldi tæknilegra nýyrða frá þeim hljóma svo afkáralega, að enginn vill nota þau.
Afkáraleikinn er hvergi eins stingandi eins og í rafeinda- stýri- og fjarskiptatækni. Öll þessi bjánalegu orð sem sérfræðingunum í HÍ datt í hug (sem átti að falla að einhverjum fyrirfram ákveðnum reglum þeirra sjálfra) notar enginn (allavega ekki áreynslulaust), heldur ekki ég sjálfur sem þó hef miðlað þekkingu á þessum sviðum um árabil: Ferjald, mótald, þjarkur, smári, nóri, ljóri, tvinn, nifteind, róteind, o.fl. o.fl. Og ekki eru tölvutæknilegu nýyrðin skemmtilegri: Algrími (sic!), vista, o.fl.
Önnur orð hafa heppnazt betur (t.d. orðin tölva, rafeind, o.fl.) hvort sem það hefur verið því að þakka, að enska orðið hefur verið algjörlega óbeygjanlegt eða af öðrum ástæðum. Enn er ekkert nothæft íslenzkt orð yfir install, og orðið forrit virðist oft vera of þröngt fyrir program, þótt það sé bein þýðing.
Ef nýyrðanefndin getur ekki skilið, að ekki sé hægt að þvinga unga fólkið til að nota asnaleg nýyrði, og komi til móts við þarfir þess, þá er þessa barátta töpuð. Þá duga engir nýior sjóðir, það er viðhorfsbreyting sem þarf til. Hins vegar deyr íslenzkan aldrei, á meðan einhver er eftir að tala hana, þótt hún nái ekki yfir öll tæknileg orð, þ.m.t. í cyberspace.
Hvaðevrópska tungumálapólítík varðar, þá vara ég við því að líta til ESB að stuðningi, því að gallhörðustu samrunasinnarnir (þ.e. öll framkvæmdastjórnin og stór meirihluti ESB-þingsins vill helzt leggja af öll nema helztu tungumálin innan sambandsins. Ég og aðrir vilja fara í þveröfuga átt: Að efla minnihlutatungumál, hvort sem þau eru í útrýmingarhættu eða ekki. Það hefur sýnt sig gegnum aldirnar, að ef enginn gerir neitt, deyja þessi tungumál. Íslenzkan hefði dáið út ef Rask og Árni Magnússon hefðu ekki gert átak. Nýnorskan væri ekki til ef kjarkur manna í V-Noregi hefði ekki verið til staða. Írskan hlaut þau örlög að deyja næstum út sem talmál, því að stjórnvöld voru orðin svo vön tungu hernámsliðsins. Það er urmull af tungumálum og mállýzkum minnihlutahópa og smáþjóða í Evrópu. Látum ekki embættismenn ESB og skósveina þeirra útrýma þessum tungum.
Pétur (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 10:37
Sæll Pétur og takk fyrir áhugaverða hugleiðingu þína.
Ég var einmitt að lesa um vinnu Rask og félaga um daginn og tók eftir því að þeir gerðu tvennt:
- Gáfu út efni á góðri íslensku.
- Töluðu af innblæstri og ástríðu fyrir hinni íslensku tungu.
Útgáfa á íslensku hefur aldrei verið ábótavant. Með útbreiðslu rafbóka verður hún sennilega enn meiri, þótt hætt sé við að gæði minnki með vaxandi framboði og færri hindrunum að lesmarkaðinum.
Ég var svo heppinn á minni skólagöngu að njóta leiðsagnar margra kennara og fullorðinna sem fannst gaman að tala góða og vandaða íslensku. Margir þeirra voru íslenskukennarar mínir, en alls ekki allir.
Nýir sjóðir sem fáir útvaldir fá til ráðstöfunar verða í besta falli að miklum fjölda litprentaðra veggspjalda sem unglingar nota til að hengja skólaballsauglýsingar á.
Geir Ágústsson, 12.11.2012 kl. 11:18
"Nýir sjóðir sem fáir útvaldir fá til ráðstöfunar verða í besta falli að miklum fjölda litprentaðra veggspjalda sem unglingar nota til að hengja skólaballsauglýsingar á."
Já, og nýjar stofnanir sem eru settar á laggirnar til að leysa vandamál (raunveruleg eða ímynduð) eru lítið annað en bitlingar fyrir uppgjafaþingmenn, uppgjafaforseta eða embættismannaelítuna.
Lastu annars um konuna sem fékk 780 milljónir kr. til að rannsaka fallbeygingar í indó-evrópskum málum? Það munaði ekkert um það. Ég hefði skilið þennan styrk ef rannsaka ætti uppbyggingu og þróun allra tungumála og mállýzkna í heiminum frá upphafi alda og mannfræðirannsóknir á öllum jarðarbúum í leiðinni. En bara til að rannsaka fallbeygingar...? Jeez.
Pétur (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 12:03
Sæll.
Ég hef heyrt talað um að ca. 2-4 ár séu þar til Bandaríkjamenn geti lent í miklum vandræðum með að fá lánað, alríkisstjórnin þar fær nú að láni um 3,5 milljarða dollara á dag (rúma 400 milljarða króna á dag).
Halli á fjárlögum íslenska ríkisins árið 2011 var 89500 milljónir sem þýðir að ríkið þurfti að fá um 245 milljónir króna lánaðar á dag bara árið 2011. Hvenær verður íslenska ríkið sennilega gjaldþrota? Hvenær fara stóru sveitarfélögin á hliðina peningalega? Alltof margir fjárfestar sjá ekki vandann fyrr en of seint og munu þá kippa að sér höndum.
Það er auðvitað afskaplega erfitt að spá fyrir um þetta en þegar þetta skellur á getur þetta gerst hratt. Svo er auðvitað massíf verðbólga í spilunum.
Ég las frétt í gær á cnn. Þar var verið að fjalla aðeins um vandamál Grikkja og í greininni kom fram að við einn spítala í Aþenu væri skilti sem stóð á eitthvað svona: "Verið skilningsrík við starfsfólkið, það hefur ekki fengið greidd laun frá því í maí".
Ég vil ekki vera opinber starfsmaður hérlendis þegar allt fer til andskotans!
Það sem Obama er að gera slæmt en er ekki fjallað um:
http://spectator.org/archives/2012/11/09/ten-little-known-consequences
Kanarnir eru búnir að vera sem efnahagslegt stórveldi :-(
Helgi (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 22:41
Pétur, ég gerði eiginlega ráð fyrir því að blaðamaður þar hefði gert mistök við útreikning úr erlendri mynt?
Helgi, þetta er dapurleg lesning þess pistill sem þú bendir á, og enn dapurlegra er jafnvel að ástandið hefði ekki endilega batnað með M. Romney nema hvað varðar ríkisfjármálin, en jafnvel þar ekki nærri því nóg.
Geir Ágústsson, 13.11.2012 kl. 08:28
Hér er fréttin, sem enginn hefur haft rænu á að gera athugasemd við, nema ég, sennilega af því að styrkurinn kemur ekki (í öllu falli ekki beint) upp úr ríkissjóði Íslands.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/02/hefur_fengid_hundrud_milljona_i_styrki/
Jóhanna Barðdal fékk rúmar 11 millj. NKR = 242 millj. ISK frá evrópska rannsóknarráðinu, en þar fyrir utan hefur hún fengið aðra styrki. Alls hefur hún fengið tæpar 800 millj. ISK fyrir svona verkefni sem engu máli skiptir.
En þetta sýnir hvað hinir og þessir fræðimenn eru ötulir við að mjólka spenana. Ég er sjálfur farinn að hugsa um að sækja um tugmilljóna króna styrk til að setja í gang ýtarlega rannsókn á hlutum sem eru ofan á öðrum hlutum.
Pétur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.