Hugmynd: Fækka verkefnum hins opinbera

Ég vorkenni oft opinberum starfsmönnum. Það er svo mikið að gera hjá þeim! Fyrirspurnirnar eru svo margar! Eyðublöðin eru svo mörg! Álagið er svo mikið!

Tökum dæmi: Maður nokkur ætlar að stofna lítið fyrirtæki og flytja inn ost sem hann smakkaði á einhverju ferðalaginu og vill endilega geta boðið Íslendingum upp á.

Hvað ætli hann þurfi að ónáða marga opinbera starfsmenn?

Hann þarf að sækja um kennitölu. Hann þarf að útbúa pappíra fyrir skattinn. Hann þarf að tala við eftirlitsaðila vinnustaða og segja þeim frá skrifstofu- og vörugeymsluaðstöðu sinni. Hann þarf að sækja um leyfi fyrir ostinnflutningum, og þar sem útlendur ostur er ekki vel séður af íslenskum yfirvöldum þarf hann sennilega að sækja um mörg leyfi hjá mörgum aðilum. Hann þarf að gera skýrslu fyrir tollayfirvöld. Verslun ein samþykkir að setja ostinn í hillur sínar og þarf þá að fylla út allskyns blöð og gera skýrslur.

Hvað ætli ákvörðun mannsins um innflutning á osti hafi lent á borði margra opinberra starfsmanna? Ég giska á tugi. Hafa opinberir starfsmenn gott af þessu mikla áreiti? Ég held ekki. Hvernig væri að skera á reglugerðafrumskóginn, fækka sköttum, afnema tolla og gefa opinberum starfsmönnum meira svigrúm? Hvernig væri svo að fækka þessum opinberu starfsmönnum og gefa þeim sem eftir eru meira fótapláss á skrifstofunni?

Ég er hlynntur minna álagi og meira fótaplássi hjá opinberum starfsmönnum.

Þess vegna legg ég til að ríkisvaldið dragi umtalsvert úr umsvifum sínum og eyðublaðafjölda. Þeir sem eftir eru geta svo setið við tölvuskjáinn og svarað jafnóðum þeim örfáu spurningum sem berast þeim í tölvupósti. Tölvu- og samskiptatæknivandamál ríkisvaldsins leyst!

Ekkert að þakka.  


mbl.is Biðjum um byltingu og brunum af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband