Nei, skilar sér ekki til baka, hvað þá margfalt

Þannig að hver einasta króna sem þarna fer út hún skilar sér margfalt aftur til baka inn í ríkissjóð ...

segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.

Þetta er auðvitað ekki rétt. Katrín er hérna meðvitað eða ómeðvitað að tala í anda hagfræði Keynes. Sú hagfræði heyrir vonandi sögunni til þegar skulda- og peningaprentæðinu lýkur á Vesturlöndum með fjöldagjaldþrotum ríkissjóða. Ef þetta væri rétt lægi ljóst fyrir að ef ríkisvaldið skuldsetti sig um 1000 milljarða og pumpaði öllu fénu út í hagkerfið þá kæmu þessir milljarðar "margfalt" til baka og Íslendingar þyrftu ekki að vinna í langan tíma.

Frederic Bastiat (1801-1850) gaf okkur það heilræði að taka ummæli og yfirlýsingar stjórnmálamanna til hins rökrétta endapunkts þegar kemur að því að afrugla vitleysuna.

Again, would you judge of the two doctrines? Submit them to the test of exaggeration. 

(Úr The Bastiat Collection, bókin Economic Sophisms (First Series), kafli 11; bls. 246)

Þetta heilræði á vel við hérna.

Skuldsett fjárfesting hins opinbera er að öllum líkindum bara að fara auka skattbyrðar okkar í framtíðinni, og skola nokkrum stjórnmálamönnum inn í endurkjör á Alþingi næsta vor. 


mbl.is Krónurnar skila sér margfalt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Alveg rétt, konan veit ekkert hvað hún er að tala um. Kannski er hún þess vegna ráðherra? Annars gleymir hún alveg hvaðan hið opinbera fær þetta fé eða þá að hún skilur það ekki.

Þessi sama kona gumaði af lágu atvinnuleysi í sumar þegar það er alla jafna lægst en svo veit ég ekki til að hún hafi grobbað sig neitt eftir að það hækkaði uppúr haustinu. Svo eru fréttamenn hér svo slappir að þeir tiltaka aldrei hvort inni í atvinnuleysistölum hér séu þeir sem misstu fullt starf en eru kannski bara í hlutastarfi. Ég efast um að þeir séu taldir með í atvinnuleysistölunum. Raunverulegt atvinnuleysi í USA er t.d. rétt rúm 14% séu þeir taldir með sem vilja fullt starf en eru bara í hlutastarfi.  

Svo er auðvitað hitt, hvort ætli einkafjárfesting eða opinber fjárfesting sé líklegri til að skila arði? Höfum t.d. OR í huga þegar við hugleiðum þessa spurningu. Svarið blasir við!!

Helgi (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 18:10

2 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Er þetta ekki bara sama froðan sem hefur komið frá þessari ríkisstjórn, lofa hinu og þessu,  allt AÐ fara í gang og annað í þeim dúr.

Ólafur Ingi Brandsson, 8.11.2012 kl. 21:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessir ágætu einstaklingar hafa greinilega látið bókina Hagfræði í hnotskurn fara algjörlega framhjá sér.

En það versta við þessa froðu er að hún nýtur stuðnings atvinnustéttar hagfræðinga, sem eru þjálfaðir upp í lántöku-peningaprentunarboðskap John M. Keynes. Þeir styðja stjórnvöld þegar þau vilja lána og prenta peninga til að fjármagna opinbera neyslu.

Greyins stjórnmálamennirnir geta e.t.v. skýlt sér á bak við skort á þekkingu og rökhugsun. Stétt atvinnuhagfræðinga hefur enga slíka afsökun.

Geir Ágústsson, 9.11.2012 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband