Ríkisvaldið sér um sína

Ágúst Ólafur Ágústsson, lögfræðingur og hagfræðingur, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra.

Ríkisvaldið sér um sína. Hérna ræður ráðherra Samfylkingar gamlan Samfylkingarþingmann og -varaformann til starfa sem "ráðgjafa" í ráðuneyti. Þetta má samkvæmt einhverjum glænýjum lögum sem leyfa ráðherrum að moka vinum sínum á launaskrá ríkisvaldsins án auglýsinga eða aðhalds.

En ekki nóg með það. Forsætisráðuneytið hefur ekki lengur yfirumsjón efnahagsmála á sinni könnu. Jóhanna Sigurðardóttir var nógu klók til að sjá að vinstristefna hennar myndi ekki bjarga efnahag Íslands, og kom því ábyrgðinni og yfirumsjóninni yfir á annað ráðuneyti.

Engu að síður skulu skattgreiðendur nú fjármagna sérstakan "efnahags- og atvinnuráðgjafa" forsætisráðherra. Hvers vegna? Hvað getur sá ráðgjafi sagt sem hefur áhrif á störf forsætisráðherra, sem hefur ekki einu sinni yfirumsjón með efnahagsmálum lengur? Ef sá ráðgjafi segir, "Jóhanna, stefna fjármálaráðherra þíns er að drepa allt atvinnulífið úti á landi", hvað gerist þá? Hringir hún í fjármálaráðherra og heimtar breytingar? Væri þá ekki nær að fjármálaráðherra fengi sér sinn eigin ráðgjafa (ef hann er nú þegar ekki búinn að ráða alla vini sína) og sparar forsætisráðherra símtalið?

Ríkisvaldið sér um sína. Það hlýtur að vera kjarni málsins hérna. 


mbl.is Ráðinn efnahags- og atvinnuráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég sá þetta líka. Þú gerir vel með því að vekja athygli á þessu.

Það er ýmislegt við þessa frétt að athuga auk þess sem þú nefnir. Því miður er það útbreiddur misskilningur að ríkið geti gert eitthvað varðandi atvinnumál. Það getur ekkert gert annað en sleppa því að þvælast fyrir. Ef þorri fólks áttaði sig á því væri þessum andlegu dvergum vart stætt á þessari vitleysu. Hvað ætli þessi ráðgjafi kosti þjóðina á mánuði? Hvað fáum við fyrir þessa fjárfestingu? Veit einhver hvað þessi fjárfesting (peningasóun) er til langs tíma? 

Svo er það auðvitað þetta atriði með þennan aðstoðarmanna kúltúr. Hefur þú, ágæti Geir, aðstoðarmann í þínu starfi? Ég hef ekki aðstoðarmann enda meira en fullfær um að sinna mínu starfi. Sama á án efa við um þig. Einhvers staðar sá ég, þori þó ekki að fullyrða, að borgarstjóri Rvk hefði 4 aðstoðarmenn. Hvernig stendur á því að fólk tekur að sér störf sem það ræður ekki við og þarf að fá ráðgjafa svo það geti sinnt starfinu? Þingmenn hafa tugi aðstoðarmanna! Ráðherrar hafa aðstoðarmenn! Þetta lið á þá bara að borga fyrir það úr eigin vasa.

Svo vaknar líka spurningin um það hvort ráðgjafinn/aðstoðarmaðurinn hafi áhrif sem hann á ekki að hafa vegna vanþekkingar þess sem kosin(n) var þingmaður/ráðherra? Hver er það sem mótar í reynd stefnuna, aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann?

Blaðamenn hér ættu að hamast á því hvað þessi aðstoðarmanna kúltúr kostar samfélagið, samfélag sem er algerlega á hausnum fjárhagslega. Blaðamenn fengu sneið í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis en ætla sér greinilega ekkert að læra af sínum mistökum enda aðhald með stjórnvöldum nánast ekkert.

Helgi (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 09:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi og takk fyrir athugasemd þína.

Stjórnmálamenn eiga að taka pólitískar ákvarðanir og leggja línurnar almennt fyrir sýna pólitísku sýn. Á ríkið að stækka eða minnka, og hvar? Á ríkið að einoka tiltekinn rekstur eða veitingu tiltekinnar þjónustu, eða má markaðurinn sinna tiltekinni þörf/eftirspurn?

Því miður er þróunin sú að stjórnmálamenn eru í auknum mæli byrjaðir að skipta sér af einstaka málum, og beina pólitískum kröftum sínum til að sveigja og beygja málalyktir á einn veg eða annan. Þarna eru aðstoðarmennirnir nauðsynlegir; Kæri ráðherra, til að stöðva þessi viðskipti þarftu að vísa í þessi tilteknu lög, og segja opinberum starfsmönnum að flækjast fyrir þessum og hinum.

Dæmi: Pólitísk afskipti af skólamálum í Tálknafirði. Þar lætur ráðherra aðstoðarmenn sína og embættismenn finna leiðir til að gripa fyrir hendurnar á einstaka sveitarfélagi.

Geir Ágústsson, 28.10.2012 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband