Miðvikudagur, 24. október 2012
Þingmenn eingöngu bundnir af sannfæringu sinni
Á mánudaginn minnti Vefþjóðviljinn (www.andriki.is) okkur á það að þingmenn eru eingöngu bundnir af sannfæringu sinni, samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Samskonar ákvæði er einnig að finna í 48. gr. frumvarps Stjórnlagaráðs. Það er því greinilega talið mikilvægt, og mun mikilvægara en t.d. eignaréttur og tjáningafrelsi sem bæði hin gildandi stjórnarskrá og frumvarpið pakka vel og rækilega inn í undanþágur.
Menn geta því sagt hvað sem þeir vilja um skoðanakönnun seinustu helgar eða loforð hinna og þessara þingmanna. Á endanum eru þingmenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína og það, umfram allt, ber að virða.
Alþingi virði niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í öll þrjú skiptin (Vá!) sem Alþingi hefur haldið ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur síðan árið 1900 hafa þingmenn virt þær niðurstöður sem fengust.
Sigurður Hrellir, 24.10.2012 kl. 07:46
Sæll Sigurður,
Á þá ekki að virða þá niðurstöðu að eingöngu þriðjungur kosningabærra Íslendinga vill nota plagg Stjórnlagaráðs sem grundvöll fyrir nýja stjórnarskrá?
Ég veit að ég er að leika mér með aðra "túlkun" á niðurstöðum en þú, en hún er þó byggð á tölum sem verður ekki haggað.
Geir Ágústsson, 24.10.2012 kl. 07:53
Af hverju hefur þú orðið túlkun innan gæsalappa? Þetta er sannarlega túlkun, og sú túlkun raunar afbökun. Ef þessi túlkun stenst, þ.e. ef allir sem ekki kjósa eru taldir með í nei-flokknum, þá er í raun búið að afnema leynilegar kosningar á Íslandi í þjóðaratkvæðagreiðslum þar sem valmöguleikarnir eru já eða nei. Þá er sá sem heima situr, og lætur ekki merkja við komu sína á kjörstað, þar með að gefa opinbera yfirlýsingu um að hann sé ekki fylgjandi því sem atkvæðagreiðslan fjallar um.
Á það hefur verið bent að aðeins 44% atkvæðisbærra manna tóku þátt í kosningum um fullveldi Íslands árið 1918. Það má því með sömu túlkun segja að meirihluti atkvæðisbærra Íslendinga hafi ekki viljað að Ísland yrði fullvalda ríki og að fullveldi Íslands hafi verið lýst yfir í andstöðu við vilja þjóðarinnar.
Andrés Björgvin Böðvarsson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 08:44
Geir, ég vísa bara í einu skoðanakönnunina sem hefur verið birt um þetta mál svo að ég viti. Þar sögðust 66,1% vilja að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá:
http://www.mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/249-tveir-trieju-styeja-tilloegur-stjornlagaraes
Það er óttalega andlýðræðislegt að gefa sér að skoðanir þeirra sem heima sátu séu aðallega á annan eða hinn veginn.
Sigurður Hrellir, 24.10.2012 kl. 08:49
Sæll Sigurður,
Þú vísar í sömu könnun og ég í færslunni hérna á undan. Þar kemur líka eftirfarandi fram (í PDF-skjalinu sem vísað er í):
"Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til spurningarinnar var 59,4% , aðrir svöruðu veit ekki/vil ekki svara."
Nú er auðvitað erfitt að vita af hverju fólk, sem hringt er í, og svara í símann, segir þrátt fyrir allt "veit ekki/vil ekki svara", en a.m.k. ein ástæða sem á við einhverja er: Áhugaleysi á þessu máli öllu saman. Önnur ástæða gæti verið: Stjórnarskráin er fín eins og hún er svo hættu að ónáða mig með þessu máli.
Eitt er víst, að þeir sem tala hérna um "þjóðarviljann" í þessum 60 prósendum eru að taka stórt upp í sig.
Geir Ágústsson, 24.10.2012 kl. 08:55
Ég myndi nú frekar segja að þeir taki stórt upp í sig sem tala hástöfum um meintan vilja þeirra sem ekki notfærðu sér kosningaréttinn. Sumir þeirra er háaldrað og veikburða fólk á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Aðrir búa erlendis og fylgjast etv. lítið með gangi mála hér. Svo er auðvitað stór hópur fólks sem nennti ekki að setja sig inn í málið eða taldi sig ekkert hafa til málanna að leggja, því miður.
Sigurður Hrellir, 24.10.2012 kl. 09:50
Auðvitað eiga þingmenn að fylgja sannfæringu sinni.
Ég vildi gjarnan heyra í þeim þingmann, sem er sannfærður um að hann ætti EKKI að fylgja mjög skýrri og afdráttarlausri niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem 66% kjósenda svöruðu meginspurningu játandi.
Skeggi Skaftason, 24.10.2012 kl. 09:53
Sigurður,
Hvernig útskýrir þú 41% fjarveru svara frá þeim sem er hringt í, og þar sem fólk situr í makindum í þægilegum sófa heima hjá sér og þarf ekki að lyfta litlaputta til að gefa upp afstöðu sína? Kjálkahreyfingaleti? Þvermóðska?
Alþingi getur núna loksins tekið efnislega afstöðu til frumvarpsins, og ásetningur forsætisráðherra er sá að láta öll önnur og mikilvægari mál sitja á hakanum. Þetta ætti að halda vinstristjórninni frá því að gera of mikið meira af sér í vetur. Vonandi eyðist svo málið allt með vorinu.
Og þá er sú skoðanakönnun frá með öllu milljarðs króna umstanginu í aðdraganda hennar.
Geir Ágústsson, 24.10.2012 kl. 11:45
Annars hef ég aldrei skilið hvað menn hafa á móti núverandi stjórnarskrá, og enn síður skilið hvað menn sjá til bóta í frumvarpinu miðað við núverandi stjórnarskrá.
Geir Ágústsson, 24.10.2012 kl. 11:46
Geir, í apríl sl. voru örugglega margir sem ekki höfðu kynnt sér tillögur stjórnlagaráðs eða yfirleitt hvaða breytingar séu í deiglunni með því að samþykkja nýja stjórnarskrá.
Það er fullkomlega gild skoðun að vilja halda fast í núgildandi stjórnarskrá en það eru greinilega mjög margir á þeirri skoðun að mikilla breytinga sé þörf.
Sigurður Hrellir, 24.10.2012 kl. 12:24
Sæll Sigurður,
Hefur einhver sýnt fram á að fleiri hafi kynnt sér nýja plaggið eða jafnvel hið gamla nú en í apríl?
Annars þakka ég fyrir athugasemdirnar hérna. Þær urðu mér innblástur að örlítilli færslu á þessari síðu.
Geir Ágústsson, 24.10.2012 kl. 12:34
Geir, ég hef engin verkfæri í höndum til að sýna fram á það og hef heldur ekki séð aðra fjalla um kynningu málsins. En eigum við ekki að gefa okkur það að bæklingur Alþingis/Lagastofnunar sem borinn var inn á ca. 80% heimila landsins og hressileg umræða í fjölmiðlum sl. vikur hafi bætt einhverju við þekkingu kjósenda á málinu?
Sigurður Hrellir, 24.10.2012 kl. 14:51
"Annars hef ég aldrei skilið hvað menn hafa á móti núverandi stjórnarskrá, og enn síður skilið hvað menn sjá til bóta í frumvarpinu miðað við núverandi stjórnarskrá."
Þú veist sem sagt ekkert um hvað málið snýst, en kallar samt kosninguna "skoðannakönnun".
Þetta innlegg er vélstrokkað tilberasmjör beint úr Valhöll.
Jón (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 17:25
Jón,
Athugasemd þín er því miður dæmi um það sem er að umræðunni um íslensku stjórnarskránna, sem virðist nú vera skipt í þrjá hluta:
- Stjórnarskráin er fín eins og hún er, en þarfnast örlítilla breytinga hér og þar.
- Stjórnarskráin er sennilega fín eða ég veit ekki jújú en samt ekki, en við þurfum að skipta henni allri út á einu bretti (Jón).
- Stjórnarskráin er skárri en margt sem hefur verið gert og stungið upp á, en hefur samt mistekist í því hlutverki að vera skjöldur borgaranna gegn yfirgangi ríkisvaldsins (mín afstaða).
Geir Ágústsson, 25.10.2012 kl. 06:45
Sæll Geir. Ég átti að fara á sjó á fimmtudaginn fyrir kosningar, og fór því að kjósa daginn áður. Ekki varð mér kápan úr klæðunum, því í mínum heimabæ var bara opið fyrir utankjörstaða atkv. á fimmtudögum frá kl. 1500-1700.
Við erum ekki eina áhöfnin sem fer út à fimmtudögum, og geri ég því ráð fyrir að það séu fleiri áhafnir sem hafi ekki kosið sökum þessa.
Það er aðkoma upp úr kafinu, sem menn spáðu. Þessi gjörningur er túlkaður út og suður, og engin heilvita niðurstaða kemur út úr því.
Þorvaldur Gylfa er nú farinn að túlka, "að leggja til hliðsjónar" sem svo, að það skuli fara alfarið eftir tillögum stjórnlagaráðs, fyrir utan smá orðalags leiðréttingar.
Bent (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 14:09
Sæll Bent,
Já ekki tókst nú að tryggja að allir gætu kosið þótt hundruðum milljóna hafi verið hent í þetta ævintýri.
Svo er það enn ónefnt hér að það má teljast líklegt að þeir sem hafa virkilegan áhuga á að breyta stjórnarskránni hafi haft meiri áhuga á að yfirgefa sófann og kjósa en þeir sem vilja doka við eða þeir sem hafa engan áhuga á þessu brölti.
Geir Ágústsson, 26.10.2012 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.