Peningaprentun = rýrnun á kaupmætti peninga

Þökk sé námsskrá íslenska skólakerfisins vita Íslendingar mjög lítið um verðbólgu. Hvergi er íslenskum nemendum sagt að peningaprentun þýði að fleiri peningar elti svipað magn af varningi og þjónustu og valdi því hækkun á verði. Hvergi er þeim sagt að í umhverfi stöðugs peningamagns í umferð muni miklar verðhækkanir á einni tegund varnings/þjónustu soga fé úr sölu annarra tegunda varnings/þjónustu og valda verðlækkunum á þeim. Að verðlag sé meira og minna almennt og alltaf að hækka er því öruggt merki um stöðuga aukningu á magni peninga í umferð. Og hver fær hina nýju peninga seinast? Það er almenningur. Verðbólga er því tilflutningur á kaupmætti frá almenningi til bankamanna og hins opinbera.

Í Bandaríkjunum er ennþá verið að hlusta á menn eins og Paul Krugman (en í hópi aðdáenda hans eru flestir íslenskir hagfræðingar og jafnvel félagsfræðingar).  Sá maður er boðberi hagfræði John Maynard Keynes, en sú hagfræði framlengdi Kreppuna miklu frá um tveimur árum til fimmtán ára. Sama hagfræði er núna búin að slá tiltekt eftir skellinn árið 2008 á frest til nokkurra ára, eða jafnvel margra ára. Ofvirkni peningaprentvélanna í Bandaríkjunum hefur verið slík seinustu 15-20 ár að vísbendingar eru um að nettófjárfesting hafi ekki átt sér stað þar í landi síðan 1999! Það er rúmlega áratugur af "töpuðum" tækifærum til að fjárfesta og byggja upp og tryggja að næsta kynslóð hafi það betur en kynslóðin á undan.

Enginn af "stóru" fjölmiðlum neins vestræns lands fjallar um þetta að neinu ráði. Almenningur heldur að "verðbólga" sé eitthvað skrýtið fyrirbæri, hálfgerður draugagangur á verðmiðunum, sem sé erfitt að temja nema með sérstökum galdraseyðum. Almenningi er sagt að verðlagi "þurfi" að hækka "eitthvað" á hverju ári því annars verði ekki til "umframfjármagn" til að fjárfesta með. Almenningur veit ekki að lengstu tímabil verðhjöðnunar hafa verið tímabil þar sem framleiðsla jókst hraðar en peningamagn í umferð, og kaupmáttur launþega óx því á sama tíma og hagnaður framleiðenda og umsvif þeirra. Win-win. 

En hvað um það, ætla bara að benda á að Morgunblaðið skrifar ranglega að seðlabankinn í Bandaríkjunum ætli að kaupa "verðtryggð skuldabréf fyrir 40 milljarða dala". Hann ætlar að kaupa þau fyrir 40 milljarða dala á mánuði þar til Bandaríkjadollar verður orðinn að verðlausum snýtipappír. Og þess vegna er dollarinn að veikjast gagnvart gjaldmiðlum sem vissulega eru líka prentaðir í miklum mæli, en bara hægar. 


mbl.is Bandaríkjadalur á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki lant í það að íslendingar fái einn dollar fyrir eina krónu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 07:47

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Skemmtilegar tilvitnanir og uppsetning.

Peningastefna Fed / Bernanke er að halda vöxtum lágum, hafa verðbólgu og ekki of sterkan dollara. Þetta stef er þekkt og kemur í veg fyrir mikið atvinnuleysi sem allir stjórnmálmenn vilja forðast.

Hagfræðin er eins og hafragrautur, heldur vélinni í þægilegum gír. Þeir sem ráða ferðinni hverju sinni velja ráðgjafa sem eru hliðhollir stjórninni á hverjum tíma.

Háskólinn og Seðlabankinn koma gjarnan með það sem stjórnvöld vilja heyra hverju sinni. Klippt og skorið. Fjöldi blaðsíðna þarf ekki alltaf að þýða margbreytileika.

Sigurður Antonsson, 18.9.2012 kl. 22:23

3 identicon

Sæll.

Ég rakst á skemmtilegt graf fyrir nokkru síðan sem sýnir greinilega gífurlega aukningu á peningamagni í umferð.

Það er ekki bara nóg með að Seðlabankar prenti of mikið heldur eru þeir líka að ákveða verð á fjármagni. Seðlabankar heimsins eru stór sökudólgur þegar kemur að núverandi kreppu. Núverandi kreppa er í boði hins opinbera þó afskaplega fáir virðist skilja það.

Kínverjar og Japanar eru ekki stærstu lánveitendur bandaríska ríkissjóðsins heldur er það bandaríski seðlabankinn, hann hefur lánað ríkinu 5 trilljónir dollara á meðan Bandaríkjamenn skulda Kínverjum og Japönum rétt rúmlega trilljón dollara hvorum.

Þess má geta að olía hefur lækkað í verði mælt í gulli en snarhækkað mælt í dollurum.

Hins vegar verður að tryggja nægt magn peninga í umferð til að tryggja framleiðslu og heilbrigðan vöxt hagkerfisins, það á að gera eftir stærðfræðilíkani. Peningamagn í umferð í USA minnkaði um þriðjung 1929-32 og bjó þannig til mikil vandamál. Þar klikkaði ameríski seðlabankinn illa en nú eru öfgarnir í hina áttina, peningum er dælt í hagkerfið með hræðilegum afleiðingum. Segja má að verið sé að stela frá venjulegu fólki.

Seðlabankar heimsins eru á sjálfseyðingarkúrs, huggum okkur við það.

Kreppan mikla varð að öllu leyti til vegna opinberra afskipta. 2 mánuðum eftir hrunið mikla 1929 náði atvinnuleysi hámarki, um 9%. Næstu mánuðina minnkaði það og var komið niður í 6,3% í júní 1930. Þá var Smoot-Hawley tollinum skellt með hræðilegum afleiðingum. Skömmu síðar hans komst FDR til valda og auðvitað sáu kana greyin ekki til sólar allan fjórða áratuginn. Í valdatíð FDR var atvinnuleysi alla tíð mikið og skuldasöfnun mikil.

Í dag fær ameríska ríkið lánaða 3,5 milljarða dollara á dag og hvert mannsbarn í USA skuldar 50.000$. Verðbólgu- og atvinnuleysistölur er falsaðar þar eins og víða annars staðar. Kanarnir eru í vondum málum og lifa einfaldlega ekki af ef núverandi forseti verður endurkjörinn. Það stenst ekkert ríki sósíalisma, ekki einu sinni stórveldi.

Helgi (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband