Fall frjálshyggjunnar - hvernig ţá?

Núna er mjög í tísku ađ afneita frjálshyggjunni. Formađur Sjálfstćđisflokksins hefur gert ţađ og auđvitađ öll flóra hreinrćktađra vinstrimanna, og núna seinast formađur Framsóknarflokksins

Sem frjálshyggjumađur sé ég ágćt tćkifćri í hinum háfleygu yfirlýsingum um ađ frjálshyggjan sé eitur og ađ viđkomandi sé alls ekki frjálshyggjumađur heldur eitthvađ allt annađ.  

Yfirlýsingar vinstrimanna um hvađ frjálshyggjan er og hvađ ekki gefa nefnilega tćkifćri til ađ spyrja: Hvađ var ţađ nákvćmlega viđ frjálshyggjuna sem olli hruninu?

Ísland fyrir áriđ 2008 var ekki frjálshyggjuríki ţótt einhverjir skattar hafi lćkkađ og ţótt ríkisvaldiđ hafi dregiđ sig ađ einhverju leyti út úr beinum fyrirtćkjarekstri í samkeppni viđ einkaađila, og hćtt ađ safna skuldum. Uppgangsárin frá upphafi 10. áratugs 20. aldar og fram yfir aldamótin áttu rćtur ađ rekja til stöđugleika, en ekki frjálshyggju. Enn voru hér háir skattar, mikiđ regluverk og gríđarlega hratt vaxandi listi af reglum frá Brussel. Ţađ sem ađskildi ţetta tímabil á Íslandi frá mörgum öđrum var hins vegar stöđugleiki - menn gátu gert áćtlanir og gert ráđ fyrir ţví ađ ríkisvaldiđ héldi sig ţar sem ţađ var, en seildist ekki sífellt lengra mjög hratt.

Samskonar "frjálshyggja" er viđ lýđi víđa ţar sem uppgangur á sér stađ í dag. Eitt dćmi er Brasilía. Brasilía verđur seint ásökuđ um ađ vera "frjálshyggjuríki". Ţar er gríđarlega mikiđ skrifrćđi, ţar er spilling og forseti landsins er yfirlýstur sósíalisti, rétt eins og fráfarandi forseti. Engu ađ síđur er ţar mikill uppgangur (ađ hluta til vegna vaxandi olíuvinnslu, en líka á mörgum öđrum sviđum) og fyrirtćki streyma inn til landsins međ fé og ţekkingu. Hvers vegna? Jú, af ţví ţar hefur hiđ opinbera bara stöđug afskipti af öllu og á nokkurn veginn fyrirsjáanlegan hátt, en ekki sívaxandi afskipti og handahófskennd. Meiri "frjálshyggju" ţarf ekki til ađ koma hjólum hagkerfis af stađ. En er ţađ frjálshyggja? Öđru nćr. 

Á Íslandi er ríkiseinokun á peningaútgáfu. Ţađ er sósíalismi. Á Íslandi rekur ríkiđ heilbrigđis"kerfi", vega"kerfi" og mennta"kerfi" og verđa ţau kerfi seint kennd viđ frjálshyggjuna. Ríkisvaldiđ hirđir um helminginn af allri verđmćtasköpun í landinu og sennilega meira ef allt er taliđ međ, og hefur gert síđan vel fyrir áriđ 2008. Ríkiđ ábyrgist ennţá innistćđur í bönkum og svćfir ţannig ađhald innistćđueiganda og ţeim er raunar alveg sama hvađ bankar gera í skjóli ríkisábyrgđarinnar. Ríkisvaldiđ er međ opnar biđstofur fyrir fyrirtćkjaeigendur sem ásaka hvorn annan um "brot á samkeppnislögum" og biđja um styrki til "nýsköpunar" eđa útflutnings eđa óska eftir vernd frá samkeppni útlendinga. Samkvćmisdans stjórnmálamanna og vina ţeirra í viđskiptalífinu hefur sjaldan veriđ samstilltari. Sá sem kallar ţann dans "frjálshyggju" veit ekki betur eđa er ađ ljúga vísvitandi.

Hvađ var ţađ ţá nákvćmlega viđ frjálshyggjuna sem "féll" og "olli hruninu"? Ţessari spurningu er enn ósvarađ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband