Bíddu nú við - gleymdist ekki eitthvað?

Ríkisstjórnin stefnir "bara" á að safna aukalega þremur milljörðum í skuldir árið 2013, jafnframt því sem frumvarp til fjárlaga feli ekki í sér niðurskurð. Hið nýja orð fyrir niðurskurð er "aðhald". Svo á að bæta stöðu hinna og þessa. Mótsögn, einhver?

Hérna gleymist sennilega ýmislegt, rétt eins og ýmislegt "gleymdist" eða var sett í "bið" vegna fjárlaga fyrir árið 2012. Ríkissjóður þarf sennilega að bjarga Íbúðarlánasjóði aftur. Kosningar eru framundan og engin von til þess að vinstristjórnin geti látið halda aftur af sér að "veita fé" í allskyns mál ef þau verða pólitískt óþægileg. Ríkisstjórnin hefur sýnt einstaka undanlátssemi við allskyns kröfum útlendinga og því von á því að þar verði áfram gefið eftir. Gjaldeyrishöftin eru að verða alveg gríðarlega dýr og von á því að sá kostnaður minnki ekki. Hækkandi skattar eru reiknaðir sem "tekjuaukning" en munu á endanum valda flótta fjár frá landi og ríkissjóði. Ríkisvaldið hefur svelt heilbrigðiskerfið um tækjabúnað og viðbúið að þegar raddir um það mál verða háværari þurfi að spýta milljörðum (af lánsfé) í endurnýjun tækja og endurráðningu starfsfólks. Hinn meinti hagvöxtur er bara til á blaði og hans hefur ekki orðið vart í atvinnulífinu. 

Reynslan gefur engan ástæðu til að trúa áætlunum ríkisstjórnarinnar, og síst af öllu þeim er snúa að ríkisrekstrinum, og alls ekki nú þegar kosningar eru framundan. Ríkisstjórnin er lengi búin að lofa viðsnúningi frá stórkostlegri skuldasöfnun og hefur fengið þrjú ár til þess. Núna er það loforð endurtekið. Úlfur, úlfur, einhver?


mbl.is 2,8 milljarða halli árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Já sko, var það ekki!

"Það má leiða að því líkur að nettó lánsfjárþörf íslenska ríkisins á innlendum markaði verði meiri en þeir 18 milljarðar á næsta ári sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Alþingis.

Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Júpiters rekstrarfélags, en þar er bent á að í fjárlagafrumvarpinu sé meðal annars ekki gert ráð fyrir framlögum til Íbúðalánasjóðs. Eigi sjóðurinn að uppfylla kröfur um 5% eiginfjárhlutfall er ljóst að ríkið þarf að leggja honum til um 14 milljarða króna.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 var nettó lánsfjárþörf ríkisins áætluð um 11 milljarðar króna. Greinendur Júpiter segja hins vegar ljóst að sú áætlun sé „fallin um sjálfa sig“ í ljósi fullbjartsýna væntinga um hagvöxt á þessu ári og þann kostnað sem féll á ríkið vegna yfirtökunnar á SpKef."

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/09/13/mikil_lansfjarthorf/

Geir Ágústsson, 13.9.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband