Skattgreiðendur þurfa að standa saman (einhvern veginn)

Í seinasta lagi næsta vor (en kannski miklu fyrr) verður kosið til Alþingis á Íslandi. Hættan er sú að nú fari stjórnmálamenn og tilvonandi stjórnmálamenn af stað á loforðafyllerí, og lofi hver ofan í annan að seilast dýpra og dýpra ofan í vasa skattgreiðenda til að þóknast hinum og þessum.

Skattgreiðendur verða að láta heyra í sér og reyna einhvern veginn að standa saman (t.d. með því að skrá sig í og styrkja Samtök skattgreiðenda).  

Eitt lítið dæmi um áganginn á laun skattgreiðenda er slegið upp í "frétt" á Pressunni: Stúdentar æfir út af 96% hækkun á verði nemakorta hjá Strætó segir fyrirsögnin og virkar vissulega sláandi, enda er 96% "hækkun á verði" mikil hækkun.

Síðan kemur í ljós að um er að ræða hækkun frá 20.000 krónum í 38.500 krónur á korti sem gerir handhafa kleift að sitja í strætó alla daga í heilt ár! Í heilt ár! Hvað ætli slíkt kosti í raun og veru? Strætó fær hundruðir milljóna á ári í niðurgreiðslur úr vösum skattgreiðenda, og er meira að segja í þeirri slæmu stöðu að geta ekki tekið við auknum fjölda farþega án þess að það hreinlega komi fram í auknum taprekstri

Hérna er því lítill hópur stúdenta að krefjast aukinna framlaga í formi aukinnar niðurgreiðslu á ferðalögum sínum um borgina þvera og endilanga, allt árið um kring. Þessa heimtufrekju á einfaldlega ekki að líða, og hana ber að leiða hjá sér. Námsmenn eru nú þegar niðurgreiddir í formi niðurgreiddra eða engra skólagjalda, niðurgreiddra neyslulána og niðurgreiddra samgangna (umfram þá farþega sem eru ekki í skóla), og sennilega er ég að gleyma einhverju. Að vilja enn meira, að vilja strætókortið sitt enn ódýrar en sem nemur rúmum 100 krónum á dag, er vægðarlaus heimtufrekja.

Skattgreiðendur, stöndum saman! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband