Miðvikudagur, 1. ágúst 2012
Lögreglan aðþrengd úr öllum áttum
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins segir að allt of langt hafi verið gengið í niðurskurði til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta segir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, og mér sýnist hann ekki njóta sérstaklega mikils skilnings á ummælum sínum. Við skulum samt ekki gleyma því að löggæsla er í raun og veru þörf og eftirsótt þjónusta, og eitthvað sem fólk væri tilbúið að borga fyrir ef ríkisvaldið kæmi sér út úr rekstri lögreglu. Sömu sögu er ekki hægt að segja um mýgrút af opinberum stofnunum, einingum og skrifstofum sem blóðsjúga skattgreiðendur um gagnslausa "þjónustu" sína.
En hvað um það, "allir" þurfa að taka á sig niðurskurð (nema sumir, sem eru jafnari en aðrir). Lögreglan er þar engin undantekning, og sjálfsagt hægt að finna fitu þar til að skera af eins og annars staðar, enda um ríkisrekstur að ræða.
Lögreglan er samt aðþrengd úr öllum áttum, því á sama tíma og hún þarf að taka á sig niðurskurð er henni sagt að skipta sér af fleiri og fleiri ofbeldislausum og friðsömum samskiptum og viðskiptum landsmanna. Henni er sagt að elta uppi ungt fólk sem hefur í fórum sínum nokkur grömm af vímuefnum til eigin neyslu. Henni er sagt að hella niður áfengi hjá nánast fullorðnu fólki ef það hefur ekki náð "forræðisaldri". Henni er sigað á hina og þessa sem fækka fötum á dansgólfi, skiptast á fé og snúningi rúllettuhjóls, og standa vörð við kosningar sem enda á að vera ógildar (stjórnlagaþing) eða hafa ekkert að segja fyrir neinn (dýrasta skoðanakönnun Íslandssögunnar um uppkast stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá).
Svo ég sýni lögreglunni samúð hérna. Í fyrsta lagi fær hún ekki (að eigin mati) nægt fé til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Í öðru lagi er lögbundnum verkefnum hennar fjölgað út í hið óendanlega til að nokkrir þingmenn geti sagt að þeir hafi bannað eitthvað.
Er furða að lögreglustjóri sé ósáttur?
![]() |
Of langt gengið í niðurskurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:13 | Facebook
Athugasemdir
En aftur þá eru tekjustofnar þeirra styrktir með því að lækka frávik frá hámarkshraða t.d.
Það má skera verulega niður hjá þessu embætti enn.
En ég er innilega sammála þér með aðrar stofnanir ríkisins. Það vill alltaf vera þannig að yfirmenn þessa stofnana gera allt sem þeir mögulega geta til að þenjast út og taka að sér eftirlit með eins mikið að reglum og rugli og mögulegt er.Teitur Haraldsson, 1.8.2012 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.