Hallalaus ríkisstjóður - eftir næstu kosningar?

Stjórnmálamenn hafa gjarnan gott auga fyrir tímasetningum. Núna lofar ríkisstjórnin því að eftir 2 ár, eða þegar kosningar hafa verið haldnar og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, verði ríkissjóður orðinn hallalaus. Sennilega er það rétt því vinstriflokkarnir verða orðnir svo litlir á þingi að menn geta farið að taka á glóruleysinu í rekstri ríkisins í dag.

En mikið er ég annars orðinn þreyttur á því að stjórnmálamenn taki hagfræðina í gíslingu og noti sem afsökun fyrir pólitískri hugmyndafræði sinni. Hallarekstur ríkissjóðs á til dæmis að vera "nauðsynlegur" til að "koma hjólum atvinnulífsins af stað". Ekkert slíkt er satt. Ríkissjóður er rekinn með halla því stjórnmálamenn með takmarkaðan líftíma á þingi vilja eyða eins miklu og þeir geta á meðan þeir geta.


mbl.is 220 milljarðar í vexti á þrem árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Öll þessi vitleysa er auðvitað í boði kjósenda sem ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í málin. Það er ekki mikið verk að lesa "Hagfræði í hnotskurn" en afar lærdómsríkt.

Stjórnmálamenn vilja eðlilega sitja áfram á þingi en það gengur ekki að þeir séu að kaupa sér endurkjör með annarra manna peningum. Lítilsvirðing stjórnmálamanna fyrir almannafé er hræðileg. Er ekki hægt að reka LSH í um 5 ár fyrir þessa 220 milljarða?

Svo má einnig nefna hér að Oddný gumaði af því að umfram eftirspurn hefði verið þegar ríkið tók milljarð dollara að láni til 10 ára á 6% vöxtum. Auðvitað slást menn vestra um að fá að lána vitleysingum á 6% vöxtum þegar vextir af bandarískum ríkisskuldabréfum eru um 1,5%.

Þetta fólk sem nú stjórnar er afar dýrt.

Annað, ég sá nýlega í færslu hjá þér að þér þætti Sjálfstæðisflokkurinn skásti flokkurinn. Er það rétt skilið hjá mér?

Þú ættir að kynna þér hægri græna, Sjallarnir hafa algerlega fyrirgert atkvæði mínu enda vita menn þar á bæ ekkert hvað þeir ætla að gera til að rétta hér af stöðu mála. Flokkur sem sér ekkert athugavert við að láta ríkið borga fyrir starf stjórnmálaflokka á enga samleið með kjósendum sem vilja frelsi. Það er engum flokki hollt að vera áskrifandi að atkvæðum fólks. Hægri grænir eru mun betri valkostur að mínu mati og væri óskandi að þeir fengju sæmilega kosningu í næstu kosningum, það sveigir Sjallana kannski til hægri.

Helgi (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 10:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi og takk fyrir athugasemd þína,

Eftir snögga heimsókn á heimasíðu Hægri-grænna sýnist mér munurinn á þeim og Sjálfstæðisflokknum ekki liggja mikið í innihaldi og stefnu. Þeir eru báðir til vinstri í mínum augum. Munurinn væri þá í fólkinu. Eru í Hægri-grænum einstaklingar sem væru líklegri en Sjálfstæðismenn til að berja í borðið og taka á vandamálum Íslands ef þeir komast á þing?

Geir Ágústsson, 20.7.2012 kl. 10:56

3 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála þér, hér eru bara sósíalistaflokkar í boði. Hins vegar sá ég einhvers staðar að Hægri grænir vilja ráðningarfrystingu í opinberar stöður í 4 ár ef ég man rétt sem mér finnst mjög jákvætt.

Bjarni Ben ætlar að taka til baka skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á 2 árum en það er alltof langur tími. Hvað er maðurinn að hugsa ef eitthvað? Svona hálfkák er ekki hægt að styðja.

Hvort aðilar innan Hg væru líklegri en Sjallarnir til að berja í borðið verður tíminn að leiða í ljós - ef flokkurinn nær mönnum á þing. Þeir þingmenn Sjallanna sem einhver döngun er í er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Mannvalið innan Sjálfstæðisflokksins er hræðilegt og þar er stöðugt slegið úr  og í. Bjarni og Illugi vildu endilega evru fyrir nokkru og nú nýlega var Illugi að þvaðra um krónuna og evruna og kom ekki óbrengluð hugsun frá þeim ágæta manni. Sama má segja um Icesave. Svo eru ESB sinnar innan flokksins sem eiga miklu meira sameiginlegt með Sf. Ég mun ekki styðja flokk sem veit ekki hvað hann vill varðandi t.d. ESB.

Sjallarnir hafa fengið sín tækifæri, stuðningur í Hg held ég að myndi sömuleiðis senda þeim ákveðin skilaboð.

Annars er þetta hræðilega rétt hjá þér að báðir séu til vinstri, góðir kostir eru ekki í boði.

Helgi (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband