Engin 'svik', engin gisting

Fjöldi fyrirtækja, hvort sem þau bjóða upp á gistingu eða viðgerðarþjónustu, klippingu eða veitingar, "svíkja undan skatti". Það gera þau einfaldlega vegna þess að skatturinn er svo hár, að reksturinn í fullri skattheimtu borgar sig ekki.

Þetta er hægt að skýra betur.

Ímyndum okkur tvö fyrirtæki sem stunda tiltekna þjónustu, köllum þau Davíð og Golíat.

Golíat er með mikinn fjölda viðskiptavina, og mikinn fjölda endurskoðenda og lögfræðinga til að sjá um bókhaldið. Löggjöfin er flókin og gloppótt, en með réttri þekkingu er hægt að finna gloppurnar og þannig lágmarka útgjöld í ríkisreksturinn, löglega. Hægt er að meta eignir sem óefnislegar og þannig halda uppi hlutabréfaverði fyrir eigendur þess. Hægt er að skilgreina þjónustu sem verktakavinnu. Hægt er að bjóða út ýmis verkefni ef þau eru nægilega stór til að utanaðkomandi aðili fáist til að vinna þau. Sá aðili þarf svo að "díla" við skattinn á sinn hátt. 

Davíð er lítið fyrirtæki, enda tiltölulega nýtt á nálinni. Það hefur ekki efni á mörgum endurskoðendum. Viðskiptavinir koma e.t.v. inn í stórum hópum en þannig að langur tími líður á milli hópanna. Laun þarf að greiða þótt lítið sé að gera. Eigendur þessa fyrirtækis þurfa þar að auki að senda stóran hluta af veltu sinni til ríkisins í formi skatta. Geri þeir það þá fer fyrirtækið á hausinn. Golíat hirðir viðskiptavinina, og hækkar hjá þeim verðið.

Háir skattar hreinsa út samkeppni fyrir stóru aðilana, stuðla að fákeppni, fækka valkostum fyrir neytandann og drepa niður framtak einstaklinga.

Þökk sé hinum víðtæku "skattsvikum" er úr nægu að velja fyrir ferðamenn á Íslandi, og þeir láta það jafnvel berast til vina sinna og ættingja sem eru að ákveða hvert eigi að ferðast næst.

Skatt"svikin" eru því hagfræðilega jákvæð.

En þau senda "röng skilaboð", segir ríkisvaldið, sem þyrstir í hverja krónu í hverjum vasa.   


mbl.is Fjölmörg gistiheimili svíkja undan skatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég sé ekkert athugavert við hóflega skattheimtu, kannski 9% tekjuskatt, 9% söluskatt og 9% skatt á fyrirtæki. Sú skattlagning yrði ekki íþyngjandi en skatttekjur hins opinbera samt talsverðar. Vandinn er auðvitað bara sá að hið opinbera hefur gífurlega tilhneigingu til að þenjast út, svo mikla að lögmál kennt við Wagner er notað til að útskýra þessa tilhneigingu. 

Hér má nefna það sem ótrúlega margir skilja ekki en halda ber til haga. Á bilinu 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir í þrepum úr 45% í 18% en skatttekjurnar þrefölduðust. Skussarnir sem nú stjórna ættu að kynna sér þetta. Ég sárvorkenni þeim sem nú eiga líf sitt undir sjávarútvegi, sú grein verður allt að því drepin á næstu árum.

Hvaða siðferðilega og pólitíska rétt hafa stjórnmálamenn til að leggja líf fólks í rúst? Hvaða siðferðilega og pólitíska rétt hafa stjórnmálamenn til að taka svona mikið fé af einstaklingum og fyrirtækjum? Fólk virðist hafa hræðilega litla vörn gegn algerlega vanhæfum stjórnmálamönnum.

Skólakerfið, bæði grunn- og framhalsskólinn, hefur algerlega brugðist í þeirri skyldu sinni að undirbúa fólk undir líf og starf í lýðræðisríki. Námskrárhöfundar hafa greinilega enga hugmynd um þann vanda sem handarbakarvinnubrögð þeirra hafa skapað. Hagfræði í hnotskurn ætti að vera skyldulesning í 10.b. enda er hún langt í frá flókin og auðlesin. Þegar stjórnmálamenn geta vaðið fram með tillögur um ofurskattlagninu án þess að missa sæti sitt vegna hneykslunar kjósenda - þá vantar mikið upp á skilning kjósenda á einföldustu lögmálum hagfræðinnar :-(

Svo er auðvitað ótrúlegt að hið opinbera sé enn að ákveða verð á fjármagni, ef hið opinbera telur sig geta það ætti það líka, til að vera sjálfu sér samkvæmt og mismuna ekki, að ákveða verð á öðrum vörum (og þjónustu) eins og skóm, vettlingum og andlitslyftingum. Margir vita þó hvernig sú tilraun tókst :-(

Helgi (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband