Miðvikudagur, 27. júní 2012
Þetta er bara byrjunin
Mörg sveitarfélög, heilu borgirnar og auðvitað fjölmörg ríki eru í raun gjaldþrota. Þessum opinberu einingum er samt haldið á lífi, t.d. með ódýru lánsfé og ábyrgðum sem falla á skattgreiðendur.
Fréttir af gjaldþrotayfirlýsingum opinberra eininga eru enn fáar, en þeim mun fara fjölgandi. Opinberar einingar á Íslandi eru ekki ekki enn byrjaðar að gefa upp öndina, en það kemur að því. Hafnarfjörður er til dæmis á hvínandi kúpunni. Lífeyrisskuldbindingar hins opinbera á Íslandi eru miklu hærri en sem nemur blóði sem má kreista úr skattgreiðendum.
Þeir sem hafa lánað hinum gjaldþrota opinberu einingum munu margir hverjir fá áfall, enda hafi margir þeirra gert ráð fyrir að skattgreiðendur geti alltaf tekið við öllu. Í mjög fróðlegri bók um hinn bandaríska veruleika, Rollback: Repealing Big Government Before the Coming Fiscal Collapse, segir í (fríkeypis) fyrsta kaflanum:
Detroit is in a class by itself. Here was the very model of subsidies, welfare programs, and regulation. And all of a sudden, it simply collapsed. Half the population has fled since 1950. One-quarter of the citys schools are closing. The money is gone. The citys budget deficit is approaching half a billion dollars. But home prices tell the real story. Median sales prices of homes in Detroit went from $41,000 in 1994 to $98,000 in 2003. By early 2009 the median price was $13,600. That was bottom, right? Wrong. By March 2010 it was at $7,000. In relation to the scale of the collapse, the story of Detroit went completely unreported.
Detroit er stór borg, og á dauðalistanum. Borginni er samt haldið á lífi. Hún fer á hausinn. Hvað gerist þá?
Borgin Stockton lýsir sig gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.