Hvers vegna er atvinnuleysi?

Hver er ástæða atvinnuleysis?

Svarið: Verð á vinnuafli er hærra en sem nemur þeim launum sem hægt er að greiða því fyrir til að vinna þau störf sem eru í boði.

Þetta er spurning um framboð og eftirspurn, rétt eins og í tilviki ávaxta, ferðatölva og lúxusbíla. Ef ekki finnst kaupandi á hinu háa verði, þá verður framboð meira en eftirspurn. Varningur situr óseldur á hillunum. Vinnuafl situr ónýtt heima hjá sér og bíður eftir atvinnuleysisbótunum.

En hvernig stendur á því að verð á vinnuafli er svo hátt að enginn er tilbúinn að greiða uppsett verð fyrir það? Fyrir því eru margar ástæður, sem eiga allar rætur sínar að rekja til ríkisafskipta (beint og óbeint).

 

  • Verðalýðsfélög geta víða þvingað atvinnurekendur til að ráða ekki vinnuafl á lægri launum en sem nemur "launatöxtum".
  • Ríkið leggur gríðarlega mikinn kostnað á atvinnurekendur vegna starfsmanna þeirra. Launatengd gjöld, skattar og lífeyrissjóðsgreiðslur má nefna sem dæmi.
  • Atvinnuleysisbætur eru háar, og aðgengi að þeim gott. Af hverju að eyða öllum dögum í vinnu til að fá útborgað ef hægt er að eyða öllum deginum heima og fá samt "útborgað" svipaða upphæð eða litlu lægri?
  • Fölsk bjartsýni spilar líka hlutverk. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur margoft lofað að skapa "þúsundir" starfa á sama tíma og hún drepur allt niður með skattheimtu og vaxandi regluverki. Fólk bíður í ofvæni, og lætur í millitíðinni eiga sig að sækja um störf sem eru líkamlega erfið og/eða borga illa.  Störfin koma samt ekki. Bæturnar halda þó áfram að streyma inn.
  • Fyrirtæki halda líka að sér höndum í hinu óstöðuga ástandi í hagkerfinu. Hvað gerir ríkisvaldið á morgun? Bannar uppsagnir? Setur á nýja kynjakvóta? Hækkar skatta? Setur lög um lágmarkslaun yfir þeim launum sem er hægt að greiða sumum af starfsmönnum fyrirtækisins? Enginn hefur spáð rétt fyrir um aðgerðir ríkisstjórnarinnar nema þær aðgerðir feli í sér vaxandi skattheimtu og aukin ríkisumsvif. Fyrirtæki reyna því að draga það sem mest að ráða nýtt fólk.
  • En af hverju bjóða fyrirtækin þá ekki bara hærri laun? Því þau geta það ekki (sérstaklega ekki þegar ríkisvaldið íþyngir þeim jafnmikið og það gerir í dag). Fyrirtæki eru rekin með það að markmiði að skila hagnaði. Til að ná fram hagnaði þarf að ráða fólk sem getur skilað réttri tegund af vinnu af sér og borga því laun sem nema verðmætasköpun þess mínus ávöxtunarkrafa eigenda fyrirtækisins, þ.e. vinnu sem aflar tekna sem eru umfram kostnað vegna starfsmannanna. Ef ég væri ráðinn í vinnu endurskoðanda hjá fyrirtæki mundi ég kosta fyrirtækið margfalt það sem ég skilaði því í tekjur. Þess vegna fæ ég ekki vinnu sem endurskoðandi, nema hugsanlega í sjálfboðavinnu. 

 

Atvinnuleysi er heimatilbúið vandamál stjórnvalda. Því má útrýma á morgun ef (pólitískur) vilji er fyrir því.  


mbl.is Tapið 2-300 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband