Ríkissparigrísinn með gat á botninum

Lífeyrissjóðskerfi ríkisins er eins og sparigrís með engu loki. Launþegar moka fé ofan í hann, en ríkið treður fingrunum inn í hann og hirðir úr honum fé eins og honum sýnist.

Núna skuldsetur hið opinbera sig á Íslandi með lífeyrissparnaði landsmanna. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í gjaldeyrishöftum og hafa fá úrræði önnur en að lána hinu opinbera.

Ríkisvaldið fjölfaldar íslensku krónuna óhikað í nánu samstarfi við viðskiptabankana. Þannig geta útvaldir skjólstæðingar hins opinbera keypt vöru og þjónust fyrir nýja peninga á lægra verði, og þegar hinu nýju peningar eru roknir út í hagkerfið til að þenja út verðlagið er ríkisvaldið búið að tryggja sér og sínum það sem óskað var eftir. Launþegar og þeir sem spara sitja eftir með rýrari hlut.

Og hvað er svo hægt að segja við þá sem hafa séð á eftir stórum hluta af launum sínum alla ævi í formi lífeyris"sparnaðar"? Nú, ríkisvaldið borgar þeim sem spöruðu ekki krónu til efri áranna sömu krónutölu á mánuði í ellinni. Þú sem lagðir fyrir, þú ert fíflið.

Réttast væri að leggja niður hið opinbera regluverk um lífeyrissparnaði. Það setur nýsköpun og valfrelsi stólinn fyrir dyrnar. Gjaldeyrishöftin þurfa einnig að víkja sem fyrst. Þeir sem vilja spara geta þá til dæmis keypt gull og sett í bankahólf, eða eytt launum sínum í að koma mörgum börnum á legg til að sjá fyrir sér í ellinni. Gull heldur kaupmætti sínum alltaf þegar til lengri tíma er litið. Pappírsmiðar ríkisseðlabankanna gera það ekki, hvorki með né án verðbóta, ríkisábyrgða og annarra tálsýna sem laða fólk að sparnaðarbrunni hins opinbera þar sem það er rænt af hverri krónu. 


mbl.is Ellilífeyrisaldur hækki með hærri lífaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Góð grein.

Lífeyrissjóðirnir eru fé án eigenda, þar er fyrsti og kannski helsti vandinn. Hvernig er stjórnandi í lífeyrissjóði rekinn? Ég hef þó nokkra samúð með þeim vegna heimskulegra reglna frá hinu opinbera.

Í Chile fóru menn þá leið, fyrir 30 árum, að koma upp einkareikningum sem hver og einn borgar inn á. Þar er ekki borgað í sameiginlega sjóði með tilheyrandi stjórnunarkostnaði. Ávöxtunin þar fyrir eigendur þessara reikninga hefur verið mun betri en í okkar kerfi. Þetta hefur reynst mjög vel og ætti að koma upp samkeppni um þetta fé.

Hér eru menn svo rænulausir í fjármálum að ekki einu sinni vel heppnað fordæmi annarra þjóða fær nokkurn til að klóra sér í hausnum :-(  Er nema von að hér sé allt í kalda koli?

Svo er sumir þingmenn í Sf svo rosalega vel að sér að þegar þeir sjá að prósentutalan yfir atvinnulausa lækkar halda þeir að nú sé allt að lagast vegna þess hve vel þeir hafi staðið sig og því telja þeir sig eiga þá kauphækkun sem þeir hafa fengið umfram sauðsvartan almúgan skilda. Þeir fatta ekki að margir streyma enn út úr landi og að margir eru að falla út af atvinnuleysisskrá og þá taka sveitafélögin við (sem eykur auðvitað hallarekstur þeirra). Sama er uppi á teningnum í t.d. USA, þar mega menn bara vera á bótum í um 2 ár (eftir því sem ég best veit) og því eru opinberar tölur um atvinnuleysi þar tóm tjara líkt og hér.

Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband