Fimmtudagur, 3. maí 2012
Skuldasöfnun er ekkert náttúrulögmál
Í Árborg berjast menn við að borga niður skuldir. Það er frábært. Að vísu er sveitarfélagið Árborg vel skreytt með allskyns föndri á kostnað skattgreiðenda, og þar er útsvarið í botni, en menn eru þó að borga niður skuldir.
Skuldasöfnun er pólitísk ákvörðun. Menn ákveða einfaldlega að eyða meiru en skattgreiðendur eru mjólkaðir um hér og nú. Þeir verða bara mjólkaðir seinna í staðinn.
Skuldasöfnun er ekki náttúrulögmál. Hún er oft notuð til kaupa frest, tíma, atkvæði eða hylli ákveðinna hagsmunahópa, en hún gerist ekki af sjálfu sér. Meðvituð ákvörðun er tekin um að sækja lánsfé og eyða meiru en hægt er að berja úr skattgreiðendum.
Í Árborg eru menn á réttri leið, en fara sér alltof hægt. Því miður er sú hægferð til fyrirmyndar miðað við verr reknar opinberar einingar, t.d. ríkissjóð og Reykavíkurborg, þar sem skuldasöfnin er á fljúgandi ferð og verður það eins lengi og núverandi stjórnmálameirihlutar ráða ríkjum.
Jákvæður rekstur hjá Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.