Íslendingar losna við krónurnar í útlöndum

Kemur einhverjum á óvart að Íslendingar eyði miklu í útlöndum? Á Íslandi eru gjaldeyrishöft. Íslendingum er bannað að skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri. Þeir mega ekki fjárfesta erlendis. Þeir eru neyddir til að eiga íslensku krónurnar sínar.

Til að losna við krónurnar, og fá eitthvað í staðinn sem gagn er að, er hægt að fara til útlands. Farseðill er leyfi til að kaupa gjaldeyri. Sumir nota hann til að eignast dót. Dót getur haldið notagildi sínu á meðan krónurnar, sem fóru í að kaupa dótið, rýrna í kaupmætti. Það er betra að eyða krónunum strax áður en þær rýrna enn meira, og eignast eitthvað dót í staðinn.

Gjaldeyrishöftin brengla allan markaðinn. Sumt af brengluninni er sjáanlegt, annað ekki. En hún er umfangsmikil og er nú þegar að valda íslensku hagkerfi gríðarlegum skaða. Sparnaður leggur á flótta, fólk vill frekar eignast eitthvað en eiga íslenskar krónur, og allir útreikningar fyrirtækja og einstaklinga í íslenskum krónum verða eins og fálm í myrkrinu.  

Gjaldeyrishöftin verða samt áfram við lýði, a.m.k. út kjörtímabil Alþingis. Þau gegna mikilvægu pólitísku hlutverki fyrir ríkisstjórn sem vill láta evruna og Evrópusambandið líta vel út og fyrir stjórnlynda stjórnmálamenn sem vilja ná auknu tangarhaldi á öllu hagkerfinu í gegnum fleiri reglur og aukið eftirlit þar til allt er í raun og veru undir stjórn ríkisvaldsins.


mbl.is Landinn eyðsluglaður í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband