Kommúnisti hrósar Jóhönnu Sigurðardóttur

Forsætisráðherra Kína hrósaði Íslandi fyrir árangur sinn í uppbyggingu eftir efnahagshrunið. 
 
Kommúnisti hrósar Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir "árangur sinn". Það er viðeigandi. Samt má ekki gleyma því að Kínverjar eru markvisst og meðvitað að nota allt aðra efnahagsstefnu. Þeir eru að spara og fjárfesta. Íslendingar eru að taka lán og eyða í neyslu. "Árangurinn" af slíkri stefnu er í besta falli lítill og til skamms tíma. Þetta veit Kínverjinn sem hrósaði Jóhönnu. Kannski var hrósið gefið í ískaldri kaldhæðni? Eða til að mýkja Íslendinga til að auðvelda aðgengi Kínverja að auðlindum norðursins?
 
Jóhanna Sigurðardóttir sofnar örugglega með bros á vör eftir að hafa fengið hrós frá kínverskum kommúnista. Sennilega var samt bara verið að gera hana að fífli.  

mbl.is Ræddi stöðu mannréttindarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólítískt vald ætti aðeins að gefa þeim sem hefur komist yfir hégóma sinn. Ekki þeim sem næra hann fram á efri ár eins og forsætisráðherra okkar, sem roðnar í sjónvarpsviðtölum þegar ungar konur hrósa henni, eins og gerðist oft á RÚV hjá Þóru, eða utanríkisráðherra okkar, sem byrjar að bulla og rugla og slá um sig, og fipast málið þegar honum er hrósað, eins og gerðist á Al Jezeera.

% (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband