Sósíalismi í gervi vísinda

Sósíalistar nota margar aðferðir til að boða hugmyndafræði sína. Ein er sú að klæða sósíalismann í búning allskyns vísinda, til dæmis félagsvísinda. Háskólafólk og önnur "gáfumenni" er rauðara en flest annað fólk af ýmsum ástæðum. Þetta fólk hleður á sig háskólagráðum og boðar svo sósíalismann úr stólum hinna hlutlausu fræðimanna. 

Það sem Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur, segir um einstaklingshyggju og "bandaríska hugmyndafræði" stenst enga skoðun. Bandarísk hugmyndafræði líkist sífellt meira þeirri evrópsku, sem boðar að ríkisvaldið eigi að vera allt í öllu; löggæsla, dómsvald, velferðarkerfi, læknir, barnauppalandi, kennari, orkuframleiðandi, reglusetjari, peningaprentari, umhverfisverndari og svona mætti lengi telja.

Þegar Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur, segir að "[f]rá 1990 hefur tíðni geðraskana næstum því tvöfaldast hér á landi", þá passar það ágætlega við þá hugarfarsbreytingu fólks, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, að ríkisvaldið eigi að vera hin alvitra og öfluga barnapía allra, sem sér um að enginn fari sér að voða, en passar líka að enginn leggi of mikið á sig.

Ef þunglyndi og önnur sálarmein eru að verða algengari væri miklu nær að telja skýringu þess vera þá, að þeir sem passa ekki í vísitölu- og kjarnafjölskylduramma ríkisvaldins finnist þeir vera fastir í neti kerfisins og geta ekki leitað hamingjunnar á eigin forsendum. 


mbl.is Verðum að draga úr ægivaldi lyfjaiðnaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, nú verður að draga úr ægivaldi lyfjaiðnaðarins. Það svívirðilegasta sem ég hef heyrt í langan tíma, er að landlæknir talar fyrir því að 11 ára stúlkubörn fá getnaðarvarnapillu, án þess að foreldrar barnsins fái vitneskju um það.

Og til að kóróna barnaníðið, sem er brot á barnaréttinda-sáttmála S.Þ, þá eiga skólar (sem börn er þvinguð með lögum til að mæta í), með keypta hjúkrunarfræðinga á framfærslu sveitarfélags, að sjá um að lyfja fórnarlömb barnaverndarnefndar-níðingana, sem eru á framfærslu ríkisins.

Ljótara getur þetta ekki orðið á byggðu bóli! Almættið algóða hjálpi blessuðum börnunum, og foreldrum þeirra, sem stjórnsýslukerfið er hreinlega að eiturlyfjavæða, með mannréttindabrotum og sálarmorðum.

Foreldrar eru lögboðnir forráðamenn barna, en ekki opinberir barna/unglingaskólar, ef einhver skyldi vera í vafa! Hvernig skyldi foreldrum stúlkubarna líða, að heyra svona hrylling?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2012 kl. 11:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Lyfjaiðnaðurinn og ríkisvaldið eiga langa og "farsæla" sögu saman. Það er iðnaðurinn sjálfur sem biður um "reglur" um allskyns kröfur á nýjum lyfjum, nokkuð sem lokar á samkeppni því prófanir verða einfaldlega of dýrar, og of langur tími þarf að líða frá prófun til sölu til að nokkur hafi efni á biðtímanum (nema lyfjarisarnir sjálfir).

Geir Ágústsson, 20.3.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband