Rétt spá á röngum forsendum

Greining Íslandsbanka spáir því að fasteignaverð eigi eftir að hækka töluvert á næstu 2 árum. Það er sennilega rétt spá, en er byggð á kolröngum forsendum.

Á einum stað segir um spá Íslandsbanka:

 Greining Íslandsbanka segir í spá sinni um þróun íbúðaverðs það sem helst ýti undir verðhækkunina sé m.a. bati í efnahagslífinu, vaxandi kaupmáttur og ríflegar launahækkanir samhliða því sem draga muni áfram úr atvinnuleysi. Þá bendir Greiningin á að stýrivextir séu lágir og að draga úr óvissu um skuldastöðu heimilanna.

Tekið er fram að spáin hvíli á því að hagvöxtur verði á bilinu 2 til 2,5% á þessu og næsta ári og að hratt vindi ofan af þeim slaka og ójafnvægi sem nú sé til staðar í hagkerfinu.  

Ég bið lesendur að afsaka orðbragðið um leið og ég spyr: Hvernig er hægt að halda annarri eins vitleysu fram?

Fasteignaverð á Íslandi er að taka flugið en þeir sem vilja vita af hverju er bent á þessi skrif. Greining Íslandsbanka er greinilega of þjökuð af hinni viðteknu hagfræði sem hefur leitt okkur í hinar gríðarmiklu efnahagslegu ógöngur dagsins í dag. Henni ber að hafna, því fyrr því betra.


mbl.is Spá 16% hækkun fasteignaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég hef lesið að fasteignaverð hafi hækkað undanfarið. Hvað veldur? Hefur kaupmáttur aukist? Hefur aðgangur að lánsfé aukist? Hefur framboð minnkað?

Lánastofnanir hafa hingað til nánast algerlega komist hjá því að bera ábyrgð á útlánastefnu sinni og staðan í þjóðfélaginu virðist ekki koma þeim við. Dómstólar hafa verið að reyna að útdeila einhvers konar réttlæti sem virðist oft ansi furðulegt enda lögspekin hér ekki upp á marga fiska og svolítið merkilegt að þriðji aðili geti komið að málum og sagt að samningur sem tveir aðilar gerðu af fúsum og frjálsum vilja sé ekki lengur í gildi.

Nýlega fékk Guðlaugur Þór þau svör að Íbúðalánastjóður ætti um 1700 íbúðir. Hvað eiga hinar útlánastofnanirnar margar íbúðir? Gefum okkur að þær eigi hver um sig helming þess sem ÍBL á bara til að fá einhverjar tölur í þetta sem sennilega eru varfærnislega áætlaðar. 1700 (ÍBL) + 3*850 (Glitnir + Landsbanki + Arion)= 4250 íbúðir.

Hvernig stendur þá á því að íbúðaverð hækkar þegar lánastofnanir eiga þúsundir íbúða og þúsundir Íslendinga hafa flust af landi brott án þess að taka íbúðir sínar með sér? Svarið er einfalt: Verði er haldið uppi með því að takmarka framboð. Hverjir græða á því? Menn þurfa ekki að hafa neitt tólf kónga vit til að sjá það, eða hvað? Lántakendur hafa verið látnir bera ábyrgð á sínum lántökum, eins og vera ber, en lánastofnanir hafa ekki þurft að bera ábyrgð á sinni útlánastefnu í sama mæli. Hvers vegna? Hvers vegna hallar svona mikið á annan aðilann?

Það sjá það allir að með þessum hætti er íbúðaverði og leiguverði haldið uppi með því að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn. Verð sem fólk borgar í dag fyrir íbúðir er tilbúið verð og á ekkert skylt við eðlilega verðmyndun.

Hvað er til ráða? Það er líka einfalt og kannski tímabært að stjórnmálamenn fari aðeins að huga að almenningi.

1) Setja lög sem skylda lánastofnanir til að setja allar eignir sem þær eiga og leysa til sín á markað - undantekningarlaust.

2) Gefa íbúðareigendum rétt á að rétta lánastofnun sinni húslyklana og vera þar með lausir allra mála. Með þessu falli niður allar hugsanlegar kröfur á báða bóga.

Hverju áorkar þetta? Í fyrsta lagi lækkar íbúðaverð, markaðurinn fær að ráða því eins og vera ber. Í annan stað neyðir þetta lánastofnanir til að færa niður lán íbúðareigenda. Íbúð sem er kannski núna með 80% veðhlutfall verður sennilega komin með hlutfall yfir 100% eða jafnvel 120% (jafnvel enn meira) eftir nokkra nokkurn svo dæmi sé tekið. Þá getur íbúðareigandinn sagt við sína lánastofnun: Það er til nóg af íbúðum og ég fer í aðra ódýrari enda veðsetningin ekki í neinum takti við markaðsverð íbúðarinnar, afhendi ykkur lyklana og þið megið koma íbúðinni í verð NEMA þið afskrfið svo og svo mikið. Hér fær markaðurinn að ráða verði húsnæðis, því er ekki miðstýrt. Verð á íbúðarhúsnæði mun lækka þegar þúsundir íbúða fara á markað.

Einnig er gagnlegt að hafa í huga að greiningardeildirnar töluðu upp íbúðaverð á árunum fyrir hrun, það er ekkert að marka þær og þeir sem þar "greina" er merkilega glámskyggnir. Hvaða hagvöxt er svo verið að tala um? Aukna kreditkortaveltu Íslendinga erlendis? Er kaupmáttur fólks að aukast? Tæplega á meðan lán hækka og hækka og verðbólgan er meiri en kauphækkanir og lítilli sem engri fjárfestingu í framleiðslu og atvinnu er til að dreifa.

Þessi hækkun íbúðaverðs er án allrar innistæðu. Hversu lengi það hækkar í viðbót er spurning um hve mikið það kostar lánastofnanir að eiga allar þessar íbúðir og hve lengi í viðbót fólk getur borgað það sem lánastofnunin setur upp?

Góð hugleiðing hjá þér G.

Helgi (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 23:08

2 identicon

Er það ekki markaðsmisnotkun hjá bönkum og íbúðalánasjóði að halda íbúðum svo frá hinum raunverulega markaði. Systkinin framboð og eftirspurn eiga að fá að vera til friðs.

valli (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband