VSK hluti af verðtryggingunni?

Hin íslenska verðtrygging er reiknuð út frá breytingum í verðlagi. Þetta þýðir að þegar yfirvöld raða sköttum og gjöldum ofan á kaup og sölu á varningi og þjónustu þá uppreiknast öll verðtryggð lán í himinhæðir.

Þetta finnst mér skrýtið. Þeir sem vilja verja kaupmátt króna sinna eiga ekki að fá vernd fyrir skattahækkunum og ég held að réttlætingin fyrir því sé takmörkuð. 

Ég sé núna að prófessor Júlíus Sólnes veltir þessu líka fyrir sér, en þó með annarri nálgun. 

Hann skrifar:

Hér er varpað fram þeirri hugmynd að breyta lánskjaravísitölunni með einfaldri aðgerð, það er að hreinsa burt allar innlendar skattbreytingar og önnur álíka ósanngjörn áhrif og nota framvirkt veldismeðaltal vísitölunnar til að draga úr miklum sveiflum á henni. Það er ef til vill ekki óeðlilegt, að lánskjör Íslendinga versni við að kaffi hækki í Brazilíu. Það gildir hins vegar ekki, þegar ríkið hækkar virðisaukaskatt skyndilega um 1%, eykur tekjuskatt eða álögur á áfenga drykki og benzín.

Ég held svei mér þá að ég geti tekið undir þessi orð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband