Kjaftaklúbbur hinna stjórnlyndu

Hin svokallaða "efnahagsráðstefna" í Davos er kjaftaklúbbur hinna stjórnlyndu. Þarna mæta stjórnmálamenn og forstjórar stórra fyrirtækja til að ræða sín á milli hvernig þeir sem hafa völdin í dag geti haldið þeim. Bæði völd í stjórnmálum og viðskiptalífinu eru til umræðu. Stórfyrirtækin sannfæra æðstu ráðamenn um að setja allskyns lög og reglur sem koma í veg fyrir nýliðun og endurnýjun á helstu mörkuðum. Stjórnmálamenn bíta á agnið. Þeir fara heim til sín og leggja til allskyns hertar reglur, í nafni "umhverfisverndar", "neytendaverndar" og "samkeppnismála".

Sem svar við þessum kjaftaklúbbi hinna stjórnlyndu og valdamiklu hefur frjálshuga fólk sett á fót aðra ráðstefnu, þar sem vandamálin eru rædd og þau réttilega skilgreind sem vandamál ríkisvaldsins og viðskiptaelítunnar sem hvílir í faðmi þess. Sú ráðstefna heitir Freedom Fest. Þarna hittist frjálshuga fólk. Líkurnar á því að frjálshuga fólk skilji lögmál hagkerfa eru miklu meiri en líkurnar á að stjórnlynt fólk skilji þau. 


mbl.is Merkel setur ráðstefnuna í Davos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Langaði að vekja athygli þína á þessu:

http://www.evropuvaktin.is/frettir/22009/

Vonandi verður þetta keyrt í gegn og því ætti væntanlega að skapast þrýstingur á önnur lönd að gera þetta einnig.

Þetta leysir auðvitað ekki vandann sem of stór opinber geiri er en má ekki kalla þetta skref í rétta átt? Einnig væri óskandi að bætt yrði við lögum um hámarksstærð hins opinbera, skýrt þarf að kveða á um hvað tilheyrir hinu opinbera og þá fer kannski hægt og rólega að verða minna gaman að vera stjórnmálamaður og ausa á báða bóga annarra manna fé.

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Ég þakka þessa fínu ábendingu. Hef samt alltaf miklar efasemdir þegar ríkisvaldið segist ætla að beita sínum hliðhollu tindátum refsiákvæðum fyrir að vera hliðhollir en aðeins og eyðslusamir tindátar. En kannski hefur fjármálakreppan ýtt spænskum stjórnvöldum út í horn og að orðum fylgi aðgerðir - hver veit?

Geir Ágústsson, 19.1.2012 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband